Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 163
Skírnir Jón Thoroddsen og frásagnarlist Islendingasagna 159
kvæmt verkefni, þar sem viðtakandi þessara trúnaðarmála
Sigríðar er henni ekki nema að litlu leyti kunnur. En hún
leysir það af hendi prýðilega, og bréfið segir allt, sem lesand-
inn þarf að vita um tilfinningar hennar. En höfundinum finnst
þetta ekki nóg, heldur prjónar hann aftan við bréfið, þegar
hann er búinn að taka það upp orðrétt:
Bréf þetta var skrifað í mesta flýti, og eins og á þvi
má sjá, meira af tilfinníngu, enn eptir föstum hugsunar-
reglum, eins og konum er títt; híngað og þángað var það
sett blekblettum; verður það opt á þessháttar brjefum,
því höndin er ekki alt af jafn stilt er hjartað kemst við;
kalla menn þá bletti ástardropa, og þykja þeir eingin lýti
vera. PS 52.
Þegar Indriði hefur fengið falsbréf það, sem Möller kaup-
maður hefur búið til í nafni Sigríðar, er sálarástandi hans
lýst þannig:
Þeir, sem einhvurntíma hafa reynt það, að fylgja kær-
um ástvini til moldar, og hafa sjeð yndi augna sinna, og
trúfastan leiðtoga alt í einu hverfa ofan í hið myrkva
skaut grafarinnar, þaðan sem hans er aldrei aptur von
til þessa lífs, munu geta ímyndað sjer, hvumin Indriða
varð við, er hann las þetta brjef, sem flutti alla von hans,
þenna trúa leiðtoga æskumannsins, til grafarinnar.
PS 103.
Svipaðar athugasemdir — en þær em ekki sjaldgæfar hjá
Jóni Thoroddsen — sýna viðleitni hans til sundurgreiningar
á sálarlífi manna. 1 þeirri viðleitni sinni hefur hann haft lít-
inn stuðning af Islendingasögum.
I þessu sambandi má geta drauma Sigríðar. Fyrri draumur-
inn (PS 51-52), þar sem hana dreymir lambhúshettu og síðan
fald fagran, er augsýnilega sniðinn eftir hinum fræga draumi
Guðrúnar í Laxdæla sögu. Það er alkunna, hve draumar eru
mikilvægt atriði í íslendingasögum, og vafalaust hefur Jón
Thoroddsen haft þá í huganum, þegar hann fór sjálfur að
flétta draumum inn í frásögn sina. En þó að á yfirborðinu
virðist vera um sama listbragð að ræða, er athyglisverður
munur á því, hvernig höfundar Islendingasagna og hinn yngri