Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 245
Skímir
Islenzkar mælieiningar
239
mælir, pundari, skilgreindur að nokkru, sennilega um líkt
leyti, þótt ársett sé um 1200, DI I, 311nn.
1 öðru lagi segir heimildin, að stika skuli vera tvær álnir.
Kemur þetta mæta vel heim við Grágás I b, 250, II, 288,
sbr. DI I, 308n, og Grágás III, 427.
Grágás Ib, 250, segir, að „menn skulu mæla vaðmál og
léreft og klæði öll með stikum þeim, er jafnlangar séu tíu
sem kvarði tvítugur, sá er merktur er á kirkjuvegg á Þing-
velli“. Grágás I, 288, er samhljóða þessu, nema hún bætir
við, að leggja skuli þumalfingur fyrir hverja stiku, þ. e. til
að tryggja rétt mál.
Grágás III, 427, segir hins vegar, að „það er mælt, að sú
stika skal rétt, sem mæld er jafnlöng sem sú, er merkt er á
kirkjuveggnum á Þingvelli og leggja þumalfingur fyrir
hverja stiku“. Er þetta yngri heimild en hinar tvær.
Reglan að leggja þumal fyrir hverja stiku var höfð í heiðri
fram eftir öldum, sbr. DI VII, 598, VIII, 88 og 111. DI VIII,
111 hefur að auki heimild um 3 voðir vaðmáls 60 þumlunga,
þ. e. hver voð er þá 20 stikur, sbr. DI III, 180, IV, 343, V,
194, 459, 722, 750, VII, 179, 332 o. fl. staðir.
Nú merkir stika í raun eigi annað en kvarði, sbr. stjaki.
Og spurningin er þá sú, hvernig beri að skilja orðið.
Hiklaust verður að álíta, að um kvarða sé að ræða, en ekki
nýja mælieiningu. Stikan, kvarðinn, skal vera tvær álnir, og
þær álnir notaðar sem frumeiningar. sem markaðar eru á
kirkjuvegg á Þingvöllum.
I Grágás I er og tekið fram, að á hverri graftarkirkju skuli
merkja stikulengd þá, er rétt sé að hafa til álnamáls, og megi
menn þar til ganga, ef á skilur um álnir. Siður þessi þekkist
og annars staðar á Norðurlöndum, sbr. NK XXX. Steinn sá,
sem sýndur er nú á Þingvöllum, á ekkert skylt við álnarmál.
Á kirkjuveggnum hefur verið festur kvarði tvítugur að lengd,
og er engin ástæða til að efast um heimildargildi Belgsdals-
bókar og Staðarhólsbókar í þessu efni.
Orðalag Grágásar I: stikulengd að hafa til álnamáls, segir
skýrt, að einingin, sem mælt er með, er alin. Enda segir í