Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 70
66
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
Kostir sjást farnir,
þar fólknárungarnir
þeim framandi hlýða.
— já, það var eitt af meginatriðunum í þeim mismun, sem
var milli hans tíma og hins fyrri tíma.
Bundnar við staðreyndir og án skáldlegrar fegrunar eru
skoðanir samtíðarmanns séra Hallgríms, Bjarnar á Skarðsá,
eins og þær koma fram i formála annála hans. Fornbókmennt-
irnar eru honum hin mikla eggjun til að skrifa sagnarit. Eftir
að hafa lýst því, segir hann: „Fyrst hefur sú mikla plága . . .
fyrir oss Islendingum fleira öfgað en annálaskrifið, sem er
skipaganga frá landinu af landsmönnum hér (sem alsendis
hafa fram farið á sínum skipum), utan það, sem verið hafa
nokkrir niðjar Yatnsfjarðar-Bjarnar Jórsalafara Einarssonar
og Torfi Jónsson, svo lengi hann var hirðstjóri hér á landi,
eður það sem biskupsstólamir hvor um sig hafa hafskip átt,
því þessir margir hverjir biskupar hafa útlendir verið; og af
þessum tilefnum hefur landinu aftur farið altíð, þó nú um
stundir yfirtaki; og hverninn nú er þjakað þessu landi, má
drottinn náða, hvar mér er vant um að skrifa og þeir mega
gera, sem betur kunna og að hverra orðum meira ræður. Veld-
ur og í mörgu hverju hér innanlands vanfylgi vor sjálfra og
samheldnisleysi, en það sjáum vér Islendingar, að samheldni
hafa þeir útlenzku (um kaupskapinn að tala) í móti oss, svo
aldrei sér, hvar það vill fyrir oss lenda, er slíkt á aðra síðu
aðsækir, en á aðra óáranir og aurahrun. Gengið er nú það,
sem sést í annálum hér, þá Islendingar lögðu sjálfir verð á
varning kaupmanna, svo sem gerðu Sæmundur Jónsson í Odda
og Þorvaldur Gissurarson; einninn sem stendur í gömlum lög-
um hér á landið, að menn skyldu eigi kaupa dýrra austrænan
varning að kaupmönnum en þeir menn ráða, er til væru
teknir í hverju héraðsmarki.“ Björn útlistar þetta nú nokkuð
með dæmum, en segir síðan: „Hvað er nú um slíkt að ræða?
Ráða nú ekki aðrir vigt, alin, mæli, vöru sinni og vorri. En
vér erum innibyrgðir sem fé í sjávarhólmum. Og ekki er svo
mikill skipagangur frá landinu, að menn geti kannað eyjar