Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 32
30
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
framburðinn á Vestfjörðum með því að bera fram einhljóðið
[a] í stað tvíhljóðsins [au] fyrir framan ng. Hún hljóðar
þannig: ÞaS er strangur gangur fyrir hann svanga Manga að
flytja þang í fangi fram á langa tanga,5
Mikilvægustu mállýzkueinkennin í íslenzkunni eru vel
kunn flestum Islendingum. Aðeins eitt dæmi, lýsingarorðið
hvítur, nægir til að minna á tvenns konar höfuðmun sunn-
lenzku og norðlenzku.
Forni framburðurinn með [xw-] eða [•/-] í framstöðu má
heita einráður í suðurhluta landsins frá Þjórsá í vestri að og
með Skriðdal og Fáskrúðsfirði í austri. Nýi framburðurinn
[khv-], sem er vel þekktur í norsku sveitamáli, kemur hins
vegar fyrir jafnreglulega í norðurhluta landsins, frá Norðurá
í vestri til Sandvíkurheiðar í austri. Á milli þessara tveggja
svæða liggja héruð bæði í vestri og austri, sem íslenzki mál-
lýzkufræðingurinn Björn Guðfinnsson nefndi blendingssvœSi,
það er að segja héruð, þar sem hvortveggi framburðurinn
kemur fyrir.G
Nýjungin með órödduðu d í orðinu hvítur og samhliða lin-
un p og k milli sérhljóða, sem venjulega kallast linmœli, er
fyrst og fremst bundin vestur- og suðurhluta landsins, frá
Hrútafjarðará í norðvestri til Beruness í austri. Andstæðan,
harSmœliS, sem varðveitir t, p og k sem órödduð, fráblásin
harðhljóð, drottnar í norðurhluta landsins, frá Héraðsvötnum
(vestri kvísl) í vestri að Sandvíkurheiði í austri. Bjöm Guð-
finnsson gerir einnig ráð fyrir blendingssvæðum milli þess-
ara mállýzkuandstæðna.7
Útbreiðslusvæðin með h(w)- eða kv- í framstöðu falla ekki
nákvæmlega saman við mállýzkusvæðin með órödduðu d eða
blásturs-í í innstöðu í orðinu hvítur. En greina má sundur
tvö höfuðsvæði: annað á Suðurlandi með framburðinum
[%wi:(]yr], það er h(w) og óraddað d, hitt á Norðurlandi með
framburðinum [khvi:thyr], það er kv- og fráblásið t.s
J. Marouzeau telur orðið mállýzku (dialecte) þýða „hinn
sérstaka búning, sem tungumál hefur fengið á takmörkuðu
svæði“ og skilgreinir mállýzku sem „nokkra sérstaka þætti,
sem eru flokkaðir á þann hátt, að þeir gefa hugmynd um