Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 247
Skímir Islenzkar mælieiningar 241
alin 47,7 sm og lengri % sama sem 55,65 sm, sem er hverf-
andi munur.
Það, sem virðist einkennilegt, er, að þessar álnir tvær að
viðbættum þumli svara mjög vel til hinnar ensku álnar 114,3
sm, sé gert ráð fyrir, að mælt sé með kvarða tveggja álna
og haldið um handfangið, sbr. þegar mæld er álnavara enn
í dag.
Hvað sem þessu svo líður, var þjóðveldið íslenzka fyrsta
ríkið á Norðurlöndum, sem samræmdi mæileiningar sínar.
Hamborgaralinin svonefnda virðist hins vegar vera verzl-
unaralin, þar sem stikan hefur verið lengd, e. t. v. í fyrstu
til samræmis við enska öln, og síðar breytt til samræmis við
danska alin.
Munurinn á hinni fomu vegnu mörk og mældri mörk
hefur fundizt í hlutfalhnu 2%4, en sé mæld vatnsmörk veg-
in, reynist hún 1,2 vegin mörk. Kemur þar fram nákvæm-
lega hlutfall það, sem Steinnes getur á bismaramörkum og
pundaramörkum, sbr. NK XXX.
Bismarinn var hinn fomi lögpundari. Hann er heldur gróft
tæki með föstu lóði á arminum, en átakspunkturinn, þyngd-
arpunkturinn, færanlegur með höldunni. Hann er því ekki
fallinn til þess að vigta með annað en þungavöm, en í Jóns-
bók er ákveðið, að ekki megi vega meira en 18 fjórðunga
eða 360 merkur á honum. Auk þess er sagt, að hann skuli
rísa af fjórðungi eða 20 mörkum. Jónsbók mælir og fyrir
um minni handpundara, og má hann ekki taka meira en
30 merkur og rísa af hálfri mörk. Hann skal vera með tungu
og því með færanlegu lóði eins og reizlan nú, enda sama
áhaldið.
Gull og silfur og annar dýr smávægur vamingur var veg-
inn á metaskálum, einföldmn að gerð, en þó nákvæmum,
og voru þá notuð met eða lóð. Seinna á miðöldum jafnvel
peningar. Eftir DI I, 316 og öðmm stöðum virðast meta-
skálar biskupanna hafa verið þær, sem miðað var við um
nákvæmni. (Sjá Kristján Eldjám: Kuml og haugfé, bls.
352nn.)
16