Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 215
Skímir
Islenzkar mælieiningar
209
Þá taldi hann, að Hamborgaralin svonefnd hafi útrýmt
stikumálinu forna á 16. öld. Hann gerði ráð fyrir, að hún
hefði í upphafi verið samsvarandi raunverulegri Hamhorgar-
alin eða 57,279 sm, en síðar verið minnkuð til betra sam-
ræmis við danskt mál, þannig að ein Hamborgaralin væri
21 %x danskur þumlungur eða úr danskri alin, 57,064 sm.
Vitnaði hann í því sambandi til bréfs tollkammersins 22. 2.
1777 til Jóns sýslumanns Árnasonar, þar sem segir um mun-
inn: er netop 10 pCt, hvoraf ei kan tages feil, —- en hefði
mátt vitna til hréfs rentukammersins til borgarstjórnar Kaup-
mannahafnar 25.4.1761 um löggildingu íslenzkra kvarða,
þar sem segir: Islandsch alen paa 21 %x danske Tomme.
Hann taldi, að dönsk alin hafi verið lögleidd með tilskipun
30. 5. 1776, en það er ekki rétt. Þá var Hamborgaralin bönn-
uð í viðskiptum við kaupmenn og bann það ítrekað 28. 4.
1781, en danskt lengdarmál og mælieiningar voru yfirleitt
fyrst lögleiddar 18. 6. 1784.
Á það skal bent, að úr því að kvarði sá, sem Björn Mi.
Ólsen benti á, er merktur var alin danskri og íslenzkri,
21 danskur þumlungur, og að auki stimplaður fangamarki
Kristjáns V., þá er hann óefað frá tímanum 1670—99 og hef-
ur sennilega verið sýslumannskvarði.
Breytingar á þyngdarmáli urðu miklu fyrr eða 1619 í
verzlunartaxtanum. Textinn er í tveimur gerðum; annars
vegar á dönsku í Lovsamling for lsland I, hins vegar á ís-
lenzku eins og hann var birtur á Álþingi 1620, Alþingis-
bœkur V. Þar er ekki vikið að breytingum á lengdarmáli,
heldur þyngdarmáli og sem afleiðing rúmmáli, eins og nán-
ar verður vikið að. Hitt er þó eftirtektarvert, að orðið stika
er sett í íslenzka textann fyrir alen í danska textanum, þó
eigi ætíð, en verðinu eigi breytt. Hið sama kemur og fram
í eldri kaupsetningum, sem getið verður.
Steinnes gerir hins vegar frekar ráð fyrir, að hin svonefnda
Hamborgaralin hafi verið norsk og landnámsmenn flutt hana
með sér út. Enn fremur gerir hann ráð fyrir annarri skil-
greiningu á þumalalin og ákveður lengd hennar 47,4 sm.
Hugtakið kemur reyndar aðeins fram á einum stað í Frostu-
14