Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 286
280
Ritfregnir
Skírnir
öræfaför, siglingu á sjó, og er Dagur í Síillum eitt heilsteyptasta kvæðið
af því tagi, eða litið er yfir farinn veg við ævilok: Sagan Helfró í Fleyg-
um stundum og Hvíld. á háheiSinni í Fólki á stjái. Ósjaldan ganga hrað-
inn og hamfarimar fram af skáldinu, einkum þó grimmúð styrjalda og
ofbeldis. Haustsnjóar (1942) enda á mjög harðorðu kvæði, Undir haust,
í þessum anda. Endra nær, bæði fyrr og síðar, hefur mildin yfirhönd:
ViS þökkum og Eirta leiSin í HeiSvindum. Hugþekkustu kvæði Aftankuls
eru af sama toga spunnin: Ávarp Fjallkonunnar, Apríldagar og Til sam-
ferSamanna. Ég nefni þau öll í einni andrá, þvi að sama hlýhugar gætir
til lífsins og viðleitni þess, hvort sem í hlut á jurt, maðkur, kind (sjá
einnig merkilegt kvæði um hana) eða samferðafólkið. Til samferðamanna
er í raun og veru síðasti áfanginn á þeirri leið, sem skáldið hefur farið,
frá því að það orti Að fjallabaki, og auðrakin er. Lítvun að lokum á þennan
fyrsta og siðasta áfanga skáldsins fram að þessu og berum saman þessi
tvö kvæði. Utlit var tvísýnt í fyrstu, él í skýjum, óvíst um ratfært veður,
klif fjallsins brött. Vonin og kviðinn skiptast því á í hug ferðamannsins,
en hann lætur engan bilbug á sér finna:
Og áfram held ég yfir þessi fjöll,
þótt aldrei finni ég greiða vegi tíðar,
þótt herði frost og framtið mín sé öll
í frændsemi við nótt og sortahríðar.
Svo kveð ég alla kunningjana hér,
og kærar þakkir fyrir glaðar stundir.
Þið gleymið mér, ef fjöllin skakkt ég fer,
ef forlaganna sköflum verð ég undir.
Til samferSamanna er beint framhald eldra kvæðisins. 1 því er sagt
frá þeirri för, sem allt var í óvissu um Að fjallabaki. Á milli liggja að
vísu flest manndómsár heillar ævi. Þau hafa skilið eftir undirtón lífs-
reynslu, sem ómar á bak við. Lesa má um þessa reynslu skáldsins milli
ljóðlínanna. Þar leynast minningar um gleði og sorgir, baráttu, vonbrigði
og sigra. Líkja má þeim við enduróm, glit og ilm frá horfnu sumri, beisk-
an keim af svalri veig. Betur fór en á horfðist í fyrstu. Ferðamaðurinn
reyndist furðu-ratvís um klungrin í þoku og stormum tímans.
En þrásinnis við, sem fórum fjöllin saman,
fögnuðum einnig himinbjartri sýn.
Kvæðið er þakkaróður til ferðafélaganna á lifsleiðinni og forsjónarinnar
fyrir það, sem fengizt hefur í erfiðislaun. En kvæðið er ekki einungis yfir-
lit yfir hið liðna og uppgjör við samtíðina, heldur skyggnist líka skáldið
fram. Það er ekki statt á neinni endastöð, heldur leiti, þar sem umhorf
er gott. Með ættjarðarkærleik, mannást og æsku í sál -— en af þessu öllu
er Jakob Thorarensen óvenjulega ríkur, þrátt fyrir nokkuð háan aldur —,
hlær skáldinu hugur við nýrri sókn í klungrum og brattri hlíð. Og Jakob