Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 231
Skírnir
Islenzkar mælieiningar
223
ur 1150, sem heldur ekki er öruggt, þó skeikar ekki miklu.
Þar er aðeins nefndur mælir korns. Eftir ákvæðum Jóns-
bókar Kb 7 er mælir korns verðlagður sem % kúgildis, en
sömu ákvæði setja 3 vættir mjölvægs á við kú eða 24 fjórð-
unga. Mjölvægur matur er fyrst og fremst kom. Eftir því
yrði mælirinn 4 fjórðungar, hver á 20 merkur vegnar.
Að þetta sé rétt, sýnir máldagi Keldunúps DI I, 201 og
III, 234, sbr. IV, bls. 236. Þar segir: mælir koms eða hálf-
vætt matar — á báðum stöðum, en fyrri staðurinn verður
þá reyndar enn eldri vitnisburður um 8 fjórðunga vættir,
sbr. einnig DI I, 167 og 423, en alþingissamþykktin um 1200.
Mælir er þá 80 merkur vegnar, en 96 merkur mældar,
og er hin upphaflega eining íslenzkra þyngdar- og rúmmáls-
eininga. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er katlamáls-
skjólan 20 merkur eða fjórðungur. Ákvæði alþingissamþykkt-
arinnar um hana o. fl. em tekin upp i Jónsbók til frekari
áréttingar því, að um röskun á mælikerfi landsmanna sé ekki
að ræða, þótt búskjóla sé lögleidd, % af mæli. Mörkin ætti
því að hafa verið óbreytt samkvæmt þessu frá 12. öld til
1619. Samt munu tvenns konar merkur hafa gengið hér síð-
ara hluta miðalda, sem síðar verður vikið að.
Sé þyngd mælis reiknuð eftir þyngd reiknaðrar markar
Steinnes, fæst 17,1456 kg, en rúmmálið yrði 2%0 af því eða
20,5737 ltr. Sá munur, sem hér kemur fram á niðurstöðu
Steinnes á landslagamæli o. fl., stafar frá öðmvísi reikningi,
m. a. annarri rýmisþyngd rúgs og meiri en hann gerir ráð
fyrir, svo sem frá hefur verið skýrt.
Þetta leiðir svo til þess að nefna aðrar einingar, sem lúta
að kommáli.
Vegna annara grunntalna eru niðurstöður aðrar en í rit-
gerð Björns M. Ólsens: Um kornyrkjuna á íslandi að fornu,
Búnaðarrit XXIV, 1910.
I máldaga Gaulverjabæjar DI II, bls. 671, sbr. I, 403, seg-
ir, að staðurinn eigi akurland undir sælding koms á Lofts-
stöðum árlega og þara meður sem nægist, sbr. DI IV, bls. 57,
VII, 454. 1 DI XV, 656, er þetta atriði ásamt þararéttindum,
sem og getur í fyrri máldögum, orðið að: Gaulverjar eiga
15