Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 68
EINAR ÓL. SVEINSSON:
UM GILDI ÍSLENZKRA FORNSAGNA.
Hinir lögvitru Rómverjar spurðu: Cui bono, hverjum er það
til nytja? og nútíminn segir, að hlutir séu afstæðir hver við
annan. Þegar ég tala um gildi íslenzkra fomsagna, er eðlilegt
að spyrja: Frá hvers sjónarhóli? Því að vanalega em nytsamir
hlutir ekki öllum til sömu nytsemdar.
1 þeim hugleiðingum, sem hér fara á eftir, greini ég sundur
þrjú sjónarmið. Það er eins og um sé að ræða þrjá hringi,
hvern innan í öðrum, og hafa allir sama miðdepil. öllum
þeim, sem eru innan yzta hringsins, hafa fornsögurnar al-
mennt mannlegt gildi, en þeim, sem em innan hinna tveggja,
hafa þær auk þess sérstakt gildi, og mest fyrir þá, sem em í
innsta hringnum. Og á þeim skulum við nú hyrja.
Gildi fornsagnanna fyrir Islendinga er svo mikið og með
þeim hætti, að erfitt er að gera grein fyrir því í einstökum
atriðum. tJt á við má fullyrða, að án hinna klassisku hók-
mennta hefði frelsis- og menningarbarátta Islendinga á síðari
tímum lítinn skilning hlotið í öðrum löndum. Víst hafa þýð-
ingar fornbókmenntanna ekki verið í hvers manns skáp er-
lendis, enn síður textarnir á frummálinu, og varla hafa rit
Konráðs Maurers, James Bryce, Williams P. Kers, Andreasar
Heuslers, svo að ég nefni fáein nöfn af mörgum, verið alþýðu-
lestur. En þetta hefur þó orðið nægilega kunnugt til þess, að
það hefur komizt inn í meðvitund hins menntaða heims. Hér
hagar nokkuð líkt til og um Grikkland að því leyti, að forn
menning veldur því, að nútíðin er fúsari en ella að viður-
kenna rétt íslenzku þjóðarinnar til að vera til, rétt hennar til
frelsis og sjálfstæðis.
Ég skal ekki fjölyrða um þessa alkunnu og mikilvægu stað-