Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 229
Skírnir
Islenzkar mælieiningar
223
Páll Vídalín ætlar, að askur hafi tekið fjórðung, bls. 95.
Þetta kemur ekki heim við niðurstöður þeirra Hasunds ann-
ars vegar og Steinnes hins vegar, sbr. KL I,bls. 270. Mál þetta
stafar frá landslögunum norsku VII—29, en Hasund gerir
ráð fyrir, að askur sé sami og kornmælirinn á Vors, sama
sem 15,44 ltr, en Steinnes telur askinn 10,8 ltr eða 48 merk-
ur. Enn fremur er getið, að askur hafi verið talinn y20 úr
víntunnu mn 1300.
Hér á landi var lýsið talið í mörkum mældum, rétt eins
og tjara og hunang. En tjara og hunang flyzt m. a. í átt-
ungum, sbr. Búalög, bls. 38, DI IV, 277, þar sem einnig er
getið um lýsisáttunga. Þó má vera, að um reikningseining
sé að ræða. Tunnan væri þá 240 marka tunna. Vínmagn var
og miðað við tunnu þessa, þótt einnig geti tunnan verið
2X240 merkur. Miðað við þá stærð yrði jústan næsta lítil.
Frá 1302 er til norsk heimild, er segir, að askur lýsis seljist
á hálfa mörk í Björgvin. Hér á landi er þá í gildi, að eyrir
sé 6 álnir. Við það verður askurinn 24 merkur, þar sem
Búalög, sem varðveita verðlag um 1300 vegna ákvæða Jóns-
bókar, telja, hls. 42, sbr. 38, að mörk hunangs geri alin, en
hunang ber að mæla sama mæli og lýsi. 24 merkur er ein-
mitt y2o af tunnu, er heldur 2X240 merkur; sbr. svo bls. 25,
er lýsisf jórðungur keraldmældur og af bræddu lýsi er talinn
jafn hákarlsfjórðungi, er vætt hákarls jöfn 24 álnum eða
hálfri mörk. 20 merkur keraldmældar samsvara 24 rúmmáls-
mörkimx á vog, eins og áður hefur verið drepið á, þegar um
vökva er að ræða.
Askur gæti því verið 24 merkur, bolli 6 merkur, en jústa
1*4 mörk.
Búalög nefna og könnu, sem er 7 merkur, bls. 38, 8, bls. 138.
Járnmál virðist vera merkurásmundur, Búalög, bls. 43, sbr.
bls. 39. Árið 1546, DI XI, bls. 518, er sagt, að járnfat sé
120 fiskar, en 4 ásmundar fyrir fisk; eftir því ættu að vera
480 ásmundar í fati, sem væri 2X10 pund, og ásmundur þá
y24 pund mældra marka eða mörk vegin, sbr. pundkerald.
Þessi heimild er fróðleg, því að hún tengir við sænska heim-
ild, er segir ásmundinn 1.44 úr pundi, sbr. NK XXX, bls. 23,