Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 170
166
Björn Sigurðsson
Skírnir
hvítra blóðkoma til að ráða niðurlögum hans. Líkaminn eyk-
ur hita sinn, kyndir sig upp, til að standa betur að vígi, o. s.
frv., eftir því sem hentar hverju sinni. Nú hefst viðureign,
sem stendur nokkrar klukkustundir eða nokkra daga og endar
að jafnaði með algemm sigri annars hvors aðila. Oftast ber
líkaminn hærra hlut, hann stöðvar fjölgun sýkilsins og tor-
tímir honum síðan með áðurnefndum viðbrögðum. Stundum
ber sýkillinn hærra hlut, honum tekst að tortíma þýðingar-
miklum líffæmm fóstra síns eða raska eðlilegri starfsemi
þeirra, þannig að fóstrinn má ekki við því og deyr. Þetta em
hörmuleg málalok fyrir fóstrann, en engu betri fyrir sýkilinn,
því að samtímis lífi fóstrans lýkur einnig lífi hans. Ef fóstr-
inn ber hærra hlut, er hann að jafnaði ónæmur fyrir nýrri
árás sömu tegundar um langt skeið, jafnvel ævilangt.
Þetta em hin sígildu einkenni bráðrar sóttar, og þetta gmnn-
stef hefur verið uppistaðan í hugmyndum manna um smit-
sjúkdóma undanfarin 70—80 ár, eða síðan menn tóku að
reisa skoðanir sínar á smitsjúkdómum á vísindalegum gmnni.
Svo er hinn flokkurinn: langvinnar sóttir. Berklaveiki er
dæmi þeirra. Sýkill hennar berst inn í líkamann, eins og fyrr
er lýst, en nú er meðgöngutími, þar til sjúkdómseinkenna
verður vart, mjög mislangur, stundum fáar vikur, stundum
mörg ár. Það skerst ekki almennilega í odda á milli sýkils og
fóstra, þeir lifa oft á tíðum alllengi saman án mikilla væringa,
rétt eins og hvorugur kæri sig um að leggja til atlögu. Þó
getur hæglega skriðið til skarar um tíma, sýkillinn eykur kyn
sitt, bagar tiltekin líffæri, og líkaminn myndar mótefni. En
þótt fóstrinn auki hita sinn, myndi mótefni og geri hvítu blóð-
kornin út í viðureignina, vinnur hann ekki úrslitasigur. Það
er samið vopnahlé, en ekki fullur friður. Eftir mánuði eða ár
hefjast átök á ný, enn getur orðið vopnahlé, enn getur annar
hvor aðilinn borið sigur af hólmi. Þessar skærur geta endur-
tekið sig hvað eftir annað, sýkingin er hæggeng, langvinn.
Fóstrinn ver sig með hálfum hug, og sýkillinn heldur aftur
af sér, leggur ekki til úrslitaatlögu.
Þeir, sem deyja úr barnaveiki eða mislingum, deyja á til-
teknu stigi sóttarinnar. Bati hinna kemur einnig að loknu til-