Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 58
54
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
I athugunum sínum á orðinu síava og norrænum líkum
þess segir Zetterholm: „Huruvida de nyislandska termerna
fata (mjólkurfata) och skjóla aro geografiskt fördelade har
jag inte kunnat fá bestámda uppgifter om. (Enligt meddelande
frán ett par islánningar i Sverige skulle skjóla vara mer öst-
ligt och fata mer vástligt och sydligt.)“56
Norðmaðurinn Marius Hægstad henti þó á þegar 1910 (bls.
42 o. áfr.): „Umfram . . . skilnad i uttale og former . . . er der
ogso sume ord som er hrukte i ein landslut [av Island], men
som i ein annan landslut er lite eller inkje hrukte, og for
mange endaa kann vera reint ukjende. Soleis kallar dei paa
Nordlandet ei hytta for fata, som er same ordet som föta
paa Voss; paa Vestlandet heiter ho spanda eller pusa, og paa
Sudlandet og Austlandet skjóla11.
Eins og Zetterholm hefur sýnt fram á, kemur orðið fata
einnig fyrir í Norður-Þrændalögum í Noregi, en skjula, aust-
norræna mynd orðsins skjóla, hefur sérlega austlæga út-
hreiðslu; verður það nefnilega á vegi okkar í sænskum alþýðu-
málum í austurhluta Eystra-Gautlands, í norðeystri hluta Smá-
landa, Finnlandi (nema á Álandseyjum) og Eistlandi.57
Myndirnar mjólkurskjóla á Suðurlandi og molkiskiul (með
þykkum Z-hljóðum) í Gamlasænskahæ við Dnjepr í Ukraínu
ber vitni um, hvernig notkun fornlegs orðs getur verið sú
sama við vestri og eystri mörk norræna málsvæðisins. Fyrir-
hrigðið á sinn líka á rómanska málsvæðinu, þar sem ber við,
að latneskt orð, t. d. equa „hryssa“, hefur geymzt bezt eða
eingöngu í portúgölsku og spönsku í vesturátt og í rúmensku
í austurátt.55
Þrátt fyrir svipaða norðlæga legu greinir Island sig að
verulegu leyti frá Skandinavíu. Ég hef einkum í huga jarð-
fræði landsins, gróður og dýralíf og þann mun atvinnuveg-
anna, sem leiðir af því, hve náttúra landsins er frábrugðin.
Mér kemur enn í hug, fyrir hve miklum vonbrigðum ég varð,
þegar ég kortlagði norðsænsk berjanöfn í doktorsriti mínu
og komst að raun um, að moltuber (sæ. hjortron), hinn dá-
samlegi ávöxtur skandinavískra fjalla, er alls ekki til á íslandi.
Islenzk-norræna orðlandafræðin verður þess vegna að leggja