Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 226
220
Magnús Már Lárusson
Skírnir
eða næsta lítil miðað við mannslíkama, sé þmnlinum þrýst
niður, en sé mælt með skotmáli, án þess að þrýsta niður og
án þess að þrengja að, lætur það ekki fjærri, þegar um 167
—9 sm háan mann er að ræða.
Nú telur Alfr., að 24 fingur geri öln; hún ætti þá að hafa
verið 49 sm með þessum reikningi. Sé hins vegar notuð
þyngdartala sú, sem Steinnes gefur mörkinni NK XXX, bls.
89nn, eða 214,32 gr, fæst þumalsbreidd, sem er 2,002 sm, eða
alin, sem er 48,048 sm. Eftir því ætti lengri alinin í fyrra
dæminu að vera 57,204 sm, en í því síðara 56,056 sm.
1 bili skal skilið við katlamálið og gerð grein fyrir öðrum
rúmmálum á miðöldum, sem fram koma í Búalögum og að
nokkru hefur verið drepið á.
I. Bls. 5 segir, að skyrtunna sé 10 aurar, en 4 merkur-
bollar með skyri alin. Þá er ljóst, að 60 álnir á landsvísu
jafngildi tunnu, sem heldur 240 merkurbollum.
II. Bls. 5 segir, að hálfmörk sé tunna af nýrri mjólk, en
bls. 6, að fjórðungur keraldmældur af nýrri mjólk sé alin.
24 álnir er þá nýmjólkurtunna, sem heldur 24 fjórðungum
keraldmældum eða 480 mörkum keraldmældum.
III. Bls. 5 og 6 sést, að sýrutunna sé 12 álnir, en jöfn 4
kvartilum eða 8 áttungum eða 12 fjórðungum keraldmæld-
um, sem er þá sama og 240 merkur keraldmældar.
IV. Bls. 39 segir, að 2 12 fjórðunga tunnur með sekkbært
skyr sé 120 álnir, en pundkerald með þykkt skyr sé eyrir
(við bls. 39, sbr. bls. 9, er segir, að 4 fjórðunga kerald og 20
af góðri hvítu sé til kúgildis). Þar sem eyrir er 6 álnir, eru
12 fjórðungar jafnt og 10 pundkeröld, og pundkeraldið því
24 merkur.
Komið er þá fram tunnuílát, sem tekur 10 pundkeröld,
hvert á 24 merkur og þær keraldmældar. Tunnur þessar
nefnast þá eftir stærð áttungar, kvartil, stampur (bls. 174)
og tunnur.
Þetta kemur og saman við DI IX, bls. 415 og 583, þar sem
segir, að íslenzk tunna eigi að halda 240 mörkum rétt mæld-
um af falslausum bjór, víni, mjöli, malti, lýsi eða brenni-