Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 259
RITFREGNIR
Jakob Benediktsson: Arngrímur Jónsson and his works. Ejnar
Munksgaard, Copenhagen 1957.
Um nokkurra ára skeið hefur Dr. Jakob Benediktsson unnið að útgáfu
af ritum Arngrims lærða, prentuðum og óprentuðum, þeim sem hann
skrifaði á latínu. Hafa þessi rit birzt í safninu Bibliotheca Arnamagnæana,
IX.—XII. bindi. Fyrsta bindið kom út 1950, og voru í því þessi rit: Varn-
arritið Brevis Commentarius de Islandia, í öndverðu prentað í Kaup-
mannahöfn 1593 og eftir þeirri útgáfu farið hér; Historia Jomsburgens-
ium, stytt þýðing Jómsvíkinga sögu; lá það rit lengi í handriti, unz A.
Gjessing lét prenta það í Kristianssand 1877; loks er hér Supplementum
historiæ Norvegicæ, Rerum Danicarum fragmenta og Ad Catalogum Re-
gum Sveciæ, allt áður óprentað, útdrættir úr ýmsum fornsögum. I öðru
bindinu er merkasta rit Arngríms, Crymogæa, fræðslurit um Island,
einkum sögu þess; það er prentað eftir frumútgáfunni í Hamborg 1609.
1 sama bindi er Gronlandia, sem styðzt við margvíslegar gamlar íslenzk-
ar heimildir um Grænland, og er það prentað eftir handritum; loks er
Anatome Blefkeniana, samið móti níðriti Blefkens um Island, eftir Ham-
borgarútgáfunni 1613, með fullri hliðsjón af Hólaútgáfunni 1612. I þriðja
bindi eru síðari rit Arngrims: Epistola pro patria defensoria (eftir útg. í
Hamborg 1618), Apotribe calumniæ (Hamborg 1622), Athanasia sive
Nominis ac famæ Immortalitas Reverendi ac Incomparabilis Viri Dn. Gud-
brandi Thorlacii (Hamborg 1630) og loks Specimen Islandiæ historicum
(Amsterdam 1643). Ritin eru hér prentuð í þeirri röð, sem Arngrímur
skrifaði þau, en stundum þurfti hann lengi að bíða prentunarinnar, og
sum eru prentuð hér í fyrsta sinn, eins og fyrr segir.
Loks er fjórða bindið, og er það þeirra mest; þar í eru skýringar og
athugasemdir, allt á ensku máli, svo að margra þjóða mönnum megi gagn
að verða. Þessu hindi má skipta i tvo hluta; annars vegar er inngangur um
ævi Arngríms og störf, sem nánar verður vikið að siðar; hins vegar eru
athugasemdir um hvert rit í sínu lagi. Sjálf útgáfa ritanna er mikið starf
og erfiði, til þess þarf að kunna til þeirra verka og góða latinukunn-
áttu, en mjög vandasamt virðist mér það ekki vera, ekki miklar gátur
að ráða varðandi textann; en síðasta bindið virðist mér hins vegar þrek-
virki, unnið með mikilli nákvæmni, skarpskyggni og þolinmæði. Efnið er