Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 101
Skirnir
Um Brávallaþulu
97
nöfn, sem rituð eru með sníkju-sérhljóði milli samhljóða og r
í bakstöðu. 1 CP er þessu þannig háttað: Ekkert nafn hefur
latneska endingu, 40 nöfn eru endingalaus og um 24 nöfn
hafa einhvers konar snikjuhljóð. Af A er ljóst, að tilhneiging
Saxos er sú að færa nöfnin í danskt eða latneskt form, þótt í
allri meðferð hans gæti ósamræmis. Ef sömu nöfn eða nafna-
stofnar koma fyrir tvívegis eða oftar hirtast þau iðulega í
ólíkum myndum: Suen — Sueno (Sveinn), Placo — Haki
(Haki), Ringo — Ring (Hringr), Burgar — Borrhy, Burgha
(Borgarr), Hortar — Hort (Hjgrtr) — og sömu nafnaliðir
á ólíkan hátt: Thorkillus — Thorkill (Þorkell), Hastinus (Há-
steinn) — Walsten (Valsteinn), Webiorga — Wegthbiorg
(Vébjgrg). Áður hef ég nefnt nokkur slík nöfn.
Endingu ia-stofna í kk. et. nf. gefur A yfirleitt sem i, t. d.
Ymi (Ymir), Thoki (þ. e. Thori, Þórir), en einnig sem -ir:
Olvir (01vir), Gretir (Grettir). Góða hugmynd um ósam-
ræmið, sem ríkir i endingum, gefa nöfn, er enda á -arr í nf.
et.: Ywarus (Ivarr), Rethyr (Hreiðarr), Gotar, Goter A;
Gothar, Gother CP (Gautarr, Gautr?), Grimar (Grímarr,
Grímr?), Gerth (Gerðarr), Burgar, Borrhy, Burgha (Borgarr),
Enar (Einarr), Aluuer (Alfarr). Þessi tiltölulega fáu nöfn
hafa hvorki meira né minna en 7 mismunandi endingar (—,
-y, -a, -us, -yr, -er, -ar). Það er ekki ofmælt, að eitt höfuð-
einkenni nafnatalsins er upplausn og glundroði í endingum.
Niðurstaðan af þessum athugasemdum er sú, að ógerlegt
sé út frá endingum nafnanna að komast að raun um heim-
kynni kvæðisins — ég tala nú ekki um, þegar sumir fræði-
menn, t. d. Olrik og Bugge, hafa viljað byggja niðurstöður
sínar á endingum eða rithætti í einu eða tveim nöfnum, þegar
kappatalið telur um 250 nöfn.
En víkjum nú að Seip; hann telur, að hjá Saxo finnist þau
mállýzkueinkenni, er bendi til suðausturhluta Noregs (Vest-
foldar, Þelamerkur, hluta af Ögðum, Austfoldar og Norður-
Bóhúsléns). Á hann við þróun a-sníkjuhljóðs milli samhljóðs
og r í bakstöðu. Telur Seip upp 24 dæmi. Ég læt fylgja upp-
hafleg nöfn og nefni fyrst A og síðan CP með til glöggvunar,
ef þau hafa mismunandi endingar: Sambar (Sámr), Ambar
7