Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Fréttir Fararstjóri: Pavel Manásek Sumar 17 17. - 24. ágúst Ljósadýrð í Búdapest Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Ljósadýrð á Dóná í Búdapest, einni fallegustu borg Evrópu er stórkostleg upplifun. Hápunktur ferðarinnar er krýningarhátíð heilags Stefáns, dýrðin endar í Passau, sem talin er standa á einu hinna sjö fegurstu borgarstæða í heimi. Verð: 186.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Yfirlýsing Svínaræktarfélagsins og Landssamtaka sláturleyfishafa: Dýralæknar munu framvegis gelda grísi að undangenginni svæfingu eða deyfingu Svínaræktarfélag Íslands og Landssamtök sláturleyfishafa sendu frá sér yfirlýsingu 28. maí síðastliðinn þar sem frá því var greint að svínabændur ætli að hætta að gelda sína grísi sjálfir en láta dýralækni framvegis um geldingarnar að undangenginni deyfingu eða svæfingu. Svínabændur breyta þannig starfsháttum í samræmi við ný lög um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót. Þrír kostir í stöðunni Málið kemur upp í kjölfar umfjöllunar Bændablaðsins frá 22. maí síðastliðnum þar sem bólusetningar, sem nýjan valkostur við geldingar grísa, var kynntur. Þar sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir eftirfarandi: „Málið er á því stigi núna að svínabændur verða að gera upp við sig hvernig þeir ætli að standa að málum hjá sér. Ný lög um velferð dýra eru skýr; nú má enginn gelda dýr nema dýralæknar og það verður að gera að undangenginni deyfingu eða svæfingu ásamt verkjastillingu. Svínabændur verða að fara að lögum og geta gert það á þrennan máta; ekki gelda, fá dýralækni til að gelda með skurðaðgerð eða nota þessa aðferð sem við kynntum á fræðslufundinum [um bólusetningarnar – innskot blm.].“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins tók málið svo upp og málið komst í hámæli helgina 24.-25. maí. Eftir nokkurt þóf í fjölmiðlum dagana á eftir ákváðu svínabændur að gefa út yfirlýsinguna um að þeir myndu hætta sjálfir að gelda grísi. Í viðtali við Ríkisútvarpið 28. maí síðastliðinn sagði Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, að hann gerði fastlega ráð fyrir að breytingin myndi taka gildi strax þann dag. Innfluttar afurðir uppfylli svipaðar kröfur Í yfirlýsingu svínabænda og sláturleyfishafa er skorað á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“ Engar þvingunaraðgerðir á meðan unnið er að endurbótum Hjá Matvælastofnun fengust þær upplýsingar að síðastliðið haust hafi svínabændur sótt um undanþágu við kröfu um deyfingu við geldingar grísa til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðan beiðnin var til meðferðar hjá ráðuneytinu var Matvælastofnun beðin um að grípa ekki til aðgerða. Ráðuneytið hafnaði beiðni svínabænda og barst Matvælastofnun bréf þess efnis 18. mars. Í kjölfarið óskuðu svínabændur eftir nánari upplýsingum frá Matvælastofnun um hvernig hægt væri að beita bólusetningu til að gelda grísi. Af því tilefni hélt Matvælastofnun opinn fræðslufund 6. maí síðastliðinn undir yfirskriftinni „Bólusetning – nýr valkostur við geldingar grísa“, sem svínabændum, sláturleyfishöfum, neytendasamtökum og dýra- verndarsamtökum var boðið að sækja. Framkvæmd bólusetningar í stað geldingar felur í sér umfangsmiklar breytingar á verklagi og voru svínabændur upplýstir á fundinum um að Matvælastofnun myndi ekki beita þvingunarúrræðum út árið svo lengi sem að svínabændur gætu sýnt fram á að verið væri að innleiða og setja í framkvæmd nýtt verklag sem uppfyllir ákvæði nýrra dýravelferðarlaga. Þessu var fylgt eftir með bréfi Matvælastofnunar til svínabænda þar sem þeim er gert að sýna fram á, fyrir 10. júní 2014, hvernig þeir hyggist standa að innleiðingu nýs verklags við geldingar grísa, sem uppfyllir lagakröfur. Jafnframt yrði þessu fylgt eftir með eftirlitsheimsókn og að því loknu verður lagt mat á framgang mála og þörf á aðgerðum. Markmiðið væri að allir svínabændur uppfylli þessar kröfur sem fyrst og í síðasta lagi í lok árs 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur Evrópusambandið lýst því yfir að svínabændum þar verði gefinn frestur til 2018 til að gelda grísi án deyfingar eða svæfingar. Það eigi til dæmis við um Danmörku en í Svíþjóð hefur svínabændum verið veittur frestur til 2016. /smh Lömbin sett út um leið og hægt er „Það er fín frjósemi hjá fénu í ár og það lofar góðu,“ segir Bergvin Jóhannsson bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, en sauðburður gekk vel. „Það er mikill munur að geta sett ærnar og lömbin út jafnóðum,“ segir Bergvin, en góður hópur gerði sér að góðu nýsprottið grasið í túni norðan við Áshól þegar Bændablaðið átti leið hjá á dögunum. Bergvin segist setja lömbin út þetta þriggja daga gömul og það létti mjög á þegar hægt er að koma ungviðinu út húsi. Um 430 kindur eru á Áshóli. Mætti vera hlýrra Þar er einnig umfangsmikil kartöflurækt og segir Bergvin að hann sé um það bil hálfnaður að setja niður. Landið sé að mestu tilbúið, en það mætti gjarnan vera hlýrra. „Það hefur sem betur fer ekki komið neitt hret í maí, en verið fremur kalt flesta daga og það er ekki sérlega hagstætt fyrir okkur kartöflubændur. Það gerist lítið í jörðinni þegar veðurfarið er með þeim hætti,“ segir Bergvin. /MÞÞ Sauðburður gekk vel á Áshóli í Grýtubakkahreppi. Myndir / MÞÞ Bændablaðið Næsta blað kemur út 19. júní Sigurður Emil Ævarsson er mótsstjóri Landsmóts hestamanna. Hann segir að undirbúningur fyrir mótið gangi mjög vel og búið sé að ganga frá samningum um gott veður. „Ég held að það sé góður hugur í mönnum fyrir þetta mót og það er þegar búið að skrá inn frábæra hesta. Mótið verður klárlega í gæðum sem aldrei fyrr. Þarna verður heimsmeistari kynbótahrossa og fyrrverandi heimsmeistari líka og feikilegur hestakostur,“ segir Sigurður. Hann segir að svipaður fjöldi sé með þátttökurétt á mótinu á Hellu og var í Reykjavík. Nú standi yfir úrtökumót og reiknar hann með að keppt verði um þátttökurétt alveg til miðnættis þann 16. júní þegar fresturinn rennur út. „Það eru um 500 hestar sem fara í gegnum gæðakeppnina. Ég er að búast við rétt yfir hundrað keppendum í A og B flokki og á bilinu 80 til 90 í yngri flokkunum.“ Sigurður er enginn nýgræðingur í mótshaldi af þessu tagi og er þetta sjötta mótið í röð sem hann stýrir. „Þetta fer nú að verða hálf vandræðalegt hvað maður er búinn að vera lengi í þessu.“ Bylting í upptökum „Það eru samt alltaf einhverjar nýjungar í hvert skipti. Það sem er sérstakt við þetta mót er að það verður tekið upp á vídeó í miklum gæðum eins og fyrri mót, en nú fá allir þátttakendur afhentar upptökur að móti loknu, þetta verður mikil bylting.“ Hann segir að undanfarin mót hafi vissulega verið tekinn upp enda kvöð um að slíkt sé gert, en menn hafi þá þurft að kaupa upptökurnar sérstaklega. –Er þá ekki heljarmikill tæknipakki sem fylgir mótshaldinu á Hellu? „Það er óhemju tækni í kringum þetta. Við verðum að standa okkur vel í upplýsingaveitunni og hafa þetta allt með nýjustu tækni. Það kostar þó mikla peninga á því er enginn vafi. Tæknipakkinn er dýrari en allt annað á mótinu.“ Segir Sigurður því mikilvægt að aðsókn verði góð. Hann er reyndar ekki í neinum vafa um að svo verði. „Mótin á Hellu hafa alltaf verið mjög fjölmenn. Það er óútskýrt af hverju það kom ekki fleiri en 10 þúsund manns á móti í Reykjavík sem var frábært í alla staði. Eini ljóðurinn á því móti var að það komu of fáir. Þeir sem mættu voru þó mjög ánægðir með mótshaldið um umgjörðin var frábær.“ Sigurður segir að verið geti að mótshald í þéttbýlinu laði ekki eins marga að þar sem útilegustemmingin verði ekki eins mikil. Það hafi samt marga kosti að halda mótið í Reykjavík. Hann segir að ekki hafi skort á að menn riðu út á kvöldin mótsdagana og sér hafi sýnst vera meira um það í Reykjavík en á öðrum mótum. Búið að ganga frá samningum um gott veður – Nú gerði mikið rok á mótinu 2008, en ert þú búin að ganga frá samningum um gott veður á Hellu mótsdagana að þessu sinni? „Já, ég held að það sé allt frá gengið. Maður hefur verið á bæn til að biðja um gott veður. Gamlir karlar í sveitinni á Suðurlandi, sem kunna að lesa í náttúruna, segja að það verði gott veður. Það er alveg hægt að trúa þeim, allavega þar til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður mótsstjóri. /HKr. Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu: Búið að ganga frá samn- ingum um gott veður – segir Sigurður Ævarsson mótsstjóri, en mjög mikið er lagt í mótshaldið Sigurður Emil Ævarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.