Bændablaðið - 05.06.2014, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Nýir bændur hafa verið ráðnir
í Skálholt og hafa þau tekið
við búskapnum af Guttormi
Bjarnasyni og Signýju Berglindi
Guðmundsdóttur. Þau heita
Jóna Þormóðsdóttir og Ásgeir
Ásgeirsson.
Þau voru áður með búskap
austur í Álftafirði, en hafa ekki
verið við bústörf í nokkur ár. Hún
er búfræðingur frá Hvanneyri. „Að
lokinni messu á uppstigningardag
var kaffisamsæti og opið hús fyrir
sveitungana þar sem við kvöddum
Guttorm og Signýju,“ segir Kristján
Valur Ingólfsson, vígslubiskup. 18
umsóknir bárust um bústjórastörfin
í Skálholti. /MHH
Fréttir
Nýr bændur teknir
við í Skálholti
Skálholtsdómkirkja í Bláskógabyggð í Biskupstungum. Ljósmynd / MHH
Árni Sverrisson og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir.
Reisa hof í Skagafirði
Í Skagafirði er unnið að því að
reisa hof sem helgað verður
hinum heiðnu norrænu goðum,
ásunum. Hofið, sem rís í landi
Efra-Áss í Hjaltadal, er reist í
einkaframkvæmd af fjölskyldunni
í Efra-Ási og er ætlað til þess að
þau geti komið þar saman til að
sækja styrk sinn til ásanna. Hofið
rís enda á bæjarhlaðinu, norðan
við íbúðarhúsið. Verður það um 70
fermetrar þegar byggingu lýkur,
sem vonast er til að verði í sumar.
Í Efra-Ási búa þau Árni Sverrisson
og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir
ásamt yngri dóttur þeirra Hjördísi
Helgu og stunda þar kúabúskap. Árni
var við vorverk þegar Bændablaðið
náði af honum tali og spurði hann
út í framkvæmdina og hverju hún
sætti. „Við erum heiðin og dætur
okkar báðar. Þetta byrjaði sem lítil
hugmynd sem stækkaði síðan, að
byggja okkur hof úr torfi og grjóti.
Við hófum framkvæmdirnar fyrir
um tveimur árum síðan og höfum
verið að dunda okkur við þetta. Nú er
búið að hlaða megnið af veggjunum
en stefnan er svo að reyna að klára
þetta í sumar. Við höfum notið
aðstoðar góðs nágranna okkar,
Viðars Sverrissonar, sem hefur
hjálpað okkur og séð um hleðsluna
að mestu.“
Árni leggur áherslu á að
hofbyggingin verði fyrir
fjölskylduna og þeirra nánustu,
sem og aðra heiðingja, en sé ekki
hugsað sem nein ferðamannagildra.
Hofið verður helgað ásunum öllum
en Árni, Heiðbjört og dætur eiga
sér ekki einn sérstakan guð heldur
marga og hofið mun rísa þeim öllum
til heiðurs. „Við sækjum styrk okkar
til þeirra guða sem til þarf í hvert og
eitt skipti. Við ætlum okkur að nota
hofið til að koma saman, klæðast
kannski viðeigandi klæðnaði,
eiga góðar stundir og hafa gaman.
Ásatrúarfólk á svæðinu getur og
notað hofið fyrir athafnir eins og
nafnagjafir barna, giftingar og þess
háttar. Það verða síðan væntanlega
haldin blót í hofinu til heiðurs
goðunum.“
Einungis eitt hof annað hefur
verið reist á landinu í síðari árum,
meyjarhof sem Jón Ólafsson á
Kirkjulæk í Fljótshlíð reisti. Það
hof hefur verið nýtt í ferðamennsku.
Að því er Hilmar Örn Hilmarsson
allsherjargoði er bygging hofsins
í Efra-Ási söguleg. „Það er byggt
sérstaklega sem hof þar sem á að
ástunda hinn gamla sið, mikið í það
lagt og af fólki sem hefur hugsjón og
vill virða hefðina. Við höfum alltaf
látið okkur dreyma að það væru
36 goðorð, full og forn, hringinn
í kringum landið. Þó að það sé
kannski langt í að það rætist gæti
þetta verið upphafið að því.“ /fr
Býflugnaræktendafélag Íslands
(Bý) hefur sótt um leyfi til
landbúnaðarráðuneytisins til að
flytja inn allt að 120 býflugnapakka
til Íslands; og allt að 30
býflugnadrottningar aukalega.
Með þessum innflutningi á sér stað
nýtt upphaf í sögu félagsins, því 30
af þessum búum verða eingöngu
notuð til að framleiða afleggjara
og þannig stuðla að sjálfbærni
býflugnabúskapar á Íslandi, án
utanaðkomandi innflutnings.
Í hverri einingu af þessum 120
búum er ein drottning og um það
bil 1,5 kg vinnuflugur (þernur). Að
sögn Egils Rafns Sigurgeirssonar,
formanns Býs, verða þessar
býflugur keyptar frá Álandi og með
þeim mun fylgja heilbrigðisvottorð
frá finnskum heilbrigðisyfirvöldum
um heilbrigði flugnanna.
„Flugurnar koma af svæði sem
ekki er sýkt af varroa-maurnum,
loftsekkjamaur – né öðrum þekktum
sjúkdómsvöldum hjá býflugum.
Álandseyjar eru eina þekkta landið,
utan Íslands, sem er laust við báðar
þessar maurategundir.“
Góðir framtíðarmöguleikar
býflugnaræktar á Íslandi
„Um er að ræða áframhaldandi
tilraunir til býflugnaræktar á Íslandi.
Tilraunir benda til að býflugnarækt
eigi góða framtíðarmöguleika á
Íslandi. Síðastliðin ár hafa sýnt að
lifun búa af vetri hafa gengið allt
betur hjá býflugum sem keypt hafa
verið frá Álandseyjum sem betur
virðast þola íslenska veðráttu enda
veðurskilyrði áþekk á þessum
stöðum. Einnig hafa tilraunir okkar
með vetrun skilað betri árangri á
undanförnum árum. Nú eru 80
virkir býflugnabændur í landinu og
vetruðu þeir 125 bú á síðastliðnum
vetri eftir skelfilegt sumar. Um 20
manns hafa nýverið sótt námskeið
í býrækt sem Bý heldur, þannig að
á þessu ári eru félagar í Bý orðnir
um 100 talsins.“
Um helmingur ræktenda
er konur
„Nú hefst nýr kafli í býrækt á
Íslandi. Bý flytur nú inn 30 bú
sem eingöngu verða notuð til
að framleiða afleggjara og gera
býræktendum kleift að stefna að
því að verða sjálfum sér nægir um
býflugur í framtíðinni með fjölgun
búa. Verkefnið hefur fengið styrk frá
Framleiðnisjóði landbúnaðarins og
munu tveir reyndustu býræktendur
á Íslandi – sem hvor um sig er með
meira en 20 ára reynslu af býrækt –
sinna verkefninu.
Sá mikli áhugi sem vaknað
hefur hér á landi fyrir býrækt er
eflaust með einsdæmum sem sjá
má á fjölda þeirra sem sótt hafa
námskeið undanfarin fjögur ár. Eins
og oft áður slá Íslendingar met og
það er ánægjulegt að 48 prósent
býræktenda hér á landi eru konur –
og hvað best ég veit er hvergi hærra
hlutfall þeirra í hinum vestræna
heimi.“
Býflugurnar verða fluttar til
landsins með flugi seinni partinn í
júní, í tveimur áföngum. /smh
Býflugnaræktendur stefna að sjálfbærni í ræktun sinni:
Ósýktur stofn býflugna á Íslandi
Myndir / smh
Búið að opna dýragarðinn Slakka í Laugarási fyrir sumargestum:
Ljósmyndasýning um sögu
Slakka opnuð á næstunni
Helgi Sveinbjörnsson hefur opnað
dýragarðinn Slakka í Laugarási
fyrir sumargestum og er nú opið
alla daga vikunnar frá 11 til 18.
Þar er margt forvitnilegt að sjá
eins og hvolpa, ketti, hænur af
mörgum tegundum, páfagauka
og margt fleira. Er þar eitthvað
að finna fyrir alla aldurshópa auk
þess sem þarna má bregða sér í
mínígolf og hægt er að setjast niður
og fá sér hressingu á eftir.
Ekki vita kannski allir að
Helgi er ljósmyndari og var um
árabil kvikmyndatökumaður hjá
Sjónvarpinu. Það lá því beint við
að kappinn væri með myndavélina
á lofti annað slagið á meðan unnið
var að uppbyggingu Slakka. Saga
fyrirtækisins er því til í miklu safni
mynda. Segir Helgi að til standi að
leyfa gestum Slakka að njóta hluta
þessara mynda á næstunni, en hann
vinnur nú að undirbúningi veglegrar
ljósmyndasýningar á staðnum. /HKr.
Helgi Sveinbjörnsson. Mynd / HKr.