Bændablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014
Ég bjó um skeið í Svíþjóð og
stundaði nám í Lundi. Með
mér í náminu var fólk víðs vegar
að úr heiminum, frá Ástralíu,
Grikklandi, Tyrklandi og Kína
svo dæmi séu tekin. Þetta var að
megninu til ungt fólk sem hafði
gaman af lífinu, skemmti sér á
milli þess sem það grúfði sig ofan
í bækurnar. Mér samdi vel við
allt þetta fólk þó að auðvitað hafi
vinskapurinn orðið mismikill.
Þó að samnemendur mínir
hafi dregið dám af því umhverfi
og þeirri menningu sem þeir
ólust upp í voru þeir sem sagt
í grunninn eins. Það segir mér
að þvert á landamæri sé fólk í
meginatriðum hvert öðru líkt,
það sé í grundvallaratriðum gott
fólk sem vilji láta sér og öðrum
líða vel. En vitanlega komu upp
skondin atvik.
Mér er til dæmis minnisstætt
þegar við Íslendingarnir dásöm-
uðum vöruverð í Svíþjóð í
samanburði við Ísland. Að paprika
kostaði um það bil tíkall stykkið
var ný upplifun fyrir okkur. Grísk
stúlka sem var í náminu með okkur
starði hins vegar í forundran á
okkur þegar við lýstum þessu
með fjálglegum hætti. Hún tók
svo til máls og upplýsti okkur
um að heima í Grikklandi hefði
hún getað fyllt heilan strigapoka
af paprikum fyrir sama verð og
við keyptum fjórar á. Henni fannst
ekki mikið til koma.
Þýskur samstúdent okkar,
Patrick, var hin mesta félagsvera
og skipulagði hvers konar
hitting og samkomur. En hin
þýska nákvæmni og stundvísi
átti stundum ekki samleið
með íslensku kæruleysi og
skemmtanamenningu. Í fyrsta
skipti sem Patrick bauð í partý
vorum við í mestu makindum
að búa okkur fyrir veisluna.
Fimm mínútum eftir boðaðan
upphafstíma hringdi síminn. Á
línunni var Patrick, flaumósa
og óðamála. Hann spurði með
angist í röddinni hvort eitthvað
hefði komið fyrir okkur, hvort allt
væri í lagi. Þegar ég svaraði því
undrandi til að svo væri og hvers
vegna hann héldi annað sagði
Patrick: „Nú, vegna þess að þið
eruð ekki komin.“ Við komum
stundvíslega í samkomur eftir
þetta.
Tveir samnemendur mínir voru
frá Kína, ung stúlka og maður um
fimmtugt. Stúlkan var ofboðslega
klár og vel gefin. Hins vegar var
mér fyrirmunað að skilja hvað
maðurinn var að gera þarna.
Hann var ótalandi á enska tungu
og ég hef sjaldan séð annan eins
uppgjafarsvip á kennara eins og
þegar maðurinn hélt fyrirlestur
fyrir framan bekkinn. Umræðurnar
eftir á urðu afar endasleppar.
Ég tók hins vegar eftir því að
hvert sem kínverska stelpan fór
fylgdi maðurinn eins og skuggi.
Ég ræddi þetta einu sinni við
hana og þó hún hefði litlu svarað
komst ég að því að maðurinn
fylgdi henni sem einhvers konar
siðgæðisvörður, hafði eftirlit
með henni á meðan hún dvaldi í
Svíþjóð. Hvort hann var á vegum
stjórnvalda eða hvað veit ég ekki
en ég giska á að svo hafi verið.
En punkturinn er sá að þarna
vorum við, af mismunandi
þjóðerni og mismunandi trúar.
Sumir voru múslimar, aðrir
kristnir, einn var hindúi og enn
aðrir trúðu á stokka og steina eða
bara ekki neitt. En okkur var alveg
sama. Það skiptir nefnilega ekki
mála hvernig þú lítur út eða hverju
þú trúir svo framarlega sem þú ert
bara almennileg manneskja.
/fr
STEKKUR
Almennilegar
manneskjur
Valkostur fyrir þá sem vilja hollan skyndibita:
Kjötsúpubíll við Hallgrímskirkju
– veðrið ræður sölunni en móttökurnar lofa góðu
Á Skólavörðuholtinu í Reykjavík
er nú hægt að kaupa kjötsúpu
í sérútbúnum súpubíl. Það
er frumkvöðullinn Jónína H.
Gunnarsdóttir sem fékk þá
hugmynd í vetur að bjóða upp
á íslenska kjötsúpu með þessum
hætti og viðtökurnar eru góðar. Að
hennar sögn vantaði á markaðinn
valkost fyrir þá sem eru á ferðinni
og vilja hollan og góðan mat á
viðráðanlegu verði.
Kjötsúpubílinn kallar hún
„Farmers Soup“ en stór hluti
af viðskiptavinum hennar eru
útlendingar sem eru spenntir fyrir
þessum þjóðarrétti Íslendinga. „Ég
legg áherslu á fyrsta flokks hráefni
frá bændum. Ég fer ekki alveg
hefðbundnar leiðir. Nota til dæmis
hvítlauk og engifer sem gerir súpuna
sérstaka. Grunnuppskriftin er frá
langömmu minni í Vestmannaeyjum.
Súpan er örlítið sterkari en gengur
og gerist en viðskiptavinir kunna
vel að meta bragðið. Þeir koma að
minnsta kosti aftur og aftur!“ segir
Jónína en hún notar eingöngu kjöt
af lambalærum í súpuna. Í bílnum er
líka boðið upp á grænmetissúpu fyrir
þá sem hana kjósa. Ásamt Jónínu
standa synir hennar þeir Ómar og
Óskar þétt við bakið á móður sinni
í rekstrinum. Bíllinn opnar rétt fyrir
hádegi og opnunartíminn ræðst
helst af veðrinu og stemningunni
á Holtinu.
Veðrið skiptir máli
Aðspurð um það hvað hafi mest
áhrif á söluna segir Jónína að það
séu veðurguðirnir. „Veðrið hefur
mest áhrif á söluna. Þegar það er
rigning og rok þá vill fólk skiljanlega
borða inni. Þegar sólin brýst fram
þá er vinsælt að koma hingað, fá
sér sæti og borða hressandi súpu í
góðra vina hópi.“
Keypti bílinn í Þýskalandi
Jónína segir að það hafi ekki verið
dans á rósum að koma súpubílnum á
götuna. Hún byrjaði á því að kaupa
bílinn úti í Þýskalandi, aka honum
í skip og sækja um öll viðeigandi
leyfi. „Heilbrigðiseftirlitið tók
bílinn út og það tók svolítinn tíma.
Nefndir funda sjaldan og síðan eru
skýrslugerðir og ákvarðanir teknar
í kjölfarið. Það þurfti líka að sækja
um leyfi til Reykjavíkurborgar
og það tók sinn tíma. Borgin
úthlutar ákveðnum stæðum og
það eru ekki mörg svæði í boði.
Það hvarflar vissulega að manni
að það mætti einfalda hlutina og
gera þá skilvirkari. Ég er hins vegar
víða búin að finna fyrir velvilja í
garð fyrirtækisins og margir hafa
aðstoðað mig með ýmsum hætti til
þess að láta hugmyndina verða að
veruleika,“ segir Jónína.
Allir eru jákvæðir í garð
kjötsúpubílsins
Móttökurnar frá ferðamönnum eru allar
á einn veg að sögn Jónínu. „Þeim finnst
þetta svo spennandi og skemmtilegt.
Erlendis er matarbílamenningin
rótgrónari og menn þekkja þetta vel.
Það er endalaust verið að taka myndir
af Farmers Soup en bíllinn virðist vekja
endalausa athygli. Það er svo mikið
líf í kringum kjötsúpubílinn. Allir eru
jákvæðir og fegnir að geta keypt sér
heita súpu á förnum vegi,“ segir Jónína
H. Gunnarsdóttir.
Myndir: TB
Hráefnið kemur úr sveitinni.
Vaxtarbroddur í Evrópu og Ameríku:
Fjölbreytt veitinga-
sala í matarbílum
Erlendis hefur matarbílamenningin
blómstrað síðustu ár og víða er
hún einn aðalvaxtarbroddurinn í
veitingasölu í stórborgum. Hvarvetna
dúkka upp „Food Trucks“ eins og
þeir eru kallaðir í Ameríkunni en
þjónustan er eðli málsins sveigjanlegri
en hægt er að bjóða á hefðbundnum
veitingastöðum. Samhliða notkun
samfélagsmiðla eins og Facebook,
Instagram og Twitter hefur þjónustan
fengið nýja vídd. Dæmi eru um að
bílarnir auglýsi með stuttum fyrirvara
hvar þeir eru staðsettir hverju sinni
og lokki þannig til sín viðskiptavini.
Rekstrarumhverfi er misjafnt eftir
löndum en víða eru strangar reglur
um staðsetningar, opnunartíma og
annað sem tengist matsölunni.
Hér á landi hafa pulsuvagnar
verið vinsælir um áratugaskeið en á
síðustu árum hefur fjölbreyttari matur
litið dagsins ljós í matarvögnum,
kerrum og bílum, má þar nefna
hamborgarabílinn Tuddann úr
Kjósinni, Vöfflubílinn, Hlöllabáta,
grillvagna ásamt stöðum sem bjóða
upp á austurlenskt fæði.
Meðfylgjandi myndir eru teknar
á matvælasýningunni Gastro Nord í
Stokkhólmi í síðasta mánuði þar sem
matarbílarnir voru áberandi. Enginn
bíll er eins og fjölbreyttur matur er
aðalsmerki þeirra. Myndir: TB