Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 05.06.2014, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Fyrir sex árum kynnti ríkisstjórn Svíþjóðar framtíðarsýnina um „Svíþjóð – nýja matvælalandið“. Í kjölfarið var ákveðið að marka stefnu og vinna markvisst að því að markaðssetja og kynna Svíþjóð sem matvælaland fyrir ferðamenn. Margar nýjar vörur hafa sprottið fram á síðustu árum sem eru afsprengi þessarar stefnu. Áhersla á uppruna og það sem er ekta Stefnumótunin fólst meðal annars í því að draga fram hreinleika og heilnæmi sænsks matar og vinna að nýsköpun og því sem er ekta sænskt. Áhersla var jafnframt lögð á dýravelferð, fjölbreytileika, veitingamenn og heilbrigðan lífsstíl. Árangur af þessari stefnumörkun er nú að koma í ljós, en á matvælasýningunni GastroNord í Stokkhólmi í síðasta mánuði mátti sjá sýnishorn af ýmsum nýjum og spennandi matvörum sem fást á sænskum markaði. 23 þúsund gestir kynntu sér sænskan mat og matarmenningu Á sýningunni var Visit Sweden með veglega kynningu á sænskum mat. Alls komu tæplega 23 þúsund gestir á sýninguna frá 70 löngum en samhliða henni var Bocuse d’Or matreiðslukeppnin haldin. Fjöldi blaðamanna alls staðar að úr heiminum tók púlsinn á því helsta sem sænsk matarmenning hefur upp á að bjóða. Veitingahús tileinkað landsvæðum í Svíþjóð Svíarnir settu upp stórt veitingahús þar sem gestir gátu valið á milli ólíkra matseðla sem allir höfðu tilvísun í ákveðin landsvæði í Svíþjóð. Þannig var til dæmis hægt að velja sér mat frá sjávarsíðunni, úr skóginum, af fjalllendi eða ökrum bænda. Meðfylgjandi myndir eru af vörum sem sumar hverjar eru glænýjar og flokkast jafnvel sem handverk ekki síður en spennandi matur eða drykkur. Matvælalandið Svíþjóð festir sig í sessi: Svíar einbeita sér að uppruna og sögu – Nýjar mat- og drykkjarvörur sem byggja á sænskri matarhefð Markvisst unnið að því að kynna Svíþjóð sem matvælaland Visit Sweden, Ferðamálaskrifstofa Svíþjóðar, tók að sér árið 2010 að koma Svíþjóð á kortið sem alþjóðlegu matvælalandi. Fyrr á árinu fengu Íslendingar kynningu á starfsemi Visit Sweden þegar Ami Hovstadius verkefnastjóri hélt erindi um starfsemina og hvernig Svíar hafa borið sig að við markaðssetningu á matarferðamennsku. Fyrirlestur Ami er að finna á netinu á vefsíðu Bændablaðsins, www.bbl.is Hefur þú smakkað birkisafa eða þurrkað hreindýrakjöt frá Jämtland og Härjedalen? Ljósmyndir / TB Hreindýratartar ásamt sveppum og sænskum laufgróðri. Rabarbarasaft. Hrökkbrauðið er aldrei langt undan. Sænska síldin er þjóðþekkt en Svíarnir hafa einnig unnið mikið með sjávar- gróður á síðustu árum, s.s. þara og söl, enda bráðholl matvara. Á veitingahúsi Visit Sweden á GastroNord voru réttir í boði frá allri Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.