Bændablaðið - 05.06.2014, Page 39

Bændablaðið - 05.06.2014, Page 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Rafmagnsverð er hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli. Í þéttbýli er rafmagnsverð einnig hæst á orkuveitusvæði RARIK. Hæsta verð í dreifbýli er 51% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 16% hærra en lægsta verð. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Byggðastofnunar, sem fékk Orkustofnun til að reikna úr kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og á nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351 m3. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá hinn 1. apríl 2014. Fram kemur að við útreikningana sé almenn notkun og fastagjald tekið saman annars vegar og húshitunarkostnaður hins vegar. Rafmagnsverð hjá notendum RARIK í dreifbýli reyndist vera 102.537 krónur á ári. Á orkuveitusvæði sama fyrirtækis í þéttbýli var kostnaðurinn 78.489 krónur. Kostnaður notenda á Akureyri er 67.859 krónur, en þar er verðið sem áður segir lægst á landinu. Mikill verðmunur milli dreifbýlis og þéttbýlis Þegar kemur að húshitunar- kostnaðinum er munurinn öllu meiri. Þar er hæsti kyndingarkostnaðurinn á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli og Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli kr. 204.817. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á dreifiveitusvæði OV þar sem rafmagnshitun er við lýði s.s. Hólmavík kr. 195.092 og dreifiveitusvæði RARIK s.s. í Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 192.965. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki, kr. 83.857. Hæsta verð í dreifbýli er 144% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 133% hærra en lægsta verð. Ef horft er til heildarkostnaðar er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 307.354. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á dreifiveitusvæði OV s.s. á Hólmavík kr. 272.329 og dreifiveitusvæði RARIK s.s. í Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 271.463. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Akureyri, kr. 158.774. Hæsta verð í dreifbýli er því 94% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 72% hærra en lægsta verð. Hafa ber í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldskrá hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda. /MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Í KUBOTA M108s sameinast tveir eftirsóknarverðir kostir, einfaldleiki og gæði. Vélin er laus við óþarfa rafmagnsbúnað en hefur þó allt það sem prýða skal alhliða dráttarvél. Það eru fáar dráttarvélar sem standast KUBOTA vélunum snúning þegar kemur að lipurð og beygjuradíus, enda er beygjuradíus KUBOTA M108s vélarinnar einungis 4,7 m. KUBOTA M108s skilar aflinu mjög vel og þeir bændur á Íslandi sem eiga M108s eru allir sammála um það að olíueyðslan sé ótrúlega lág. Allt þetta og meira til er sönnun þess að það er leit að betri dráttarvélakaupum á Íslandi í dag. - Líttu við og kynntu þér þér þessar einstöku dráttarvélar KUBOTA M108s Ein bestu dráttarvélakaupin í dag Áreiðanleiki í fyrirrúmi ár á Íslandi KUBOTA M108s með samlitum ámoksturstækjum kostar aðeins frá kr. 8.590.000,- án vsk 4ra strokka KUBOTA mótor 108 hestöfl Kúplingsfrír vendigír 32 gírar áfram / 32 gírar aftúrábak Kúplingsfrír milligír Loftkæling í húsi Loftpúðafjaðrandi ökumannssæti Brettakantar útfyrir afturhjól Ámoksturstæki með 3ja sviði, dempara, hraðtengi, EURO festingum og skóflu 2,05 m. Vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur 3 tvöföld vökvaúr tök (1 með stillanlegu flæði) Vökvavagnbremsa Tveggja hraða aflúr tak 540 / 750 Aflúr tak sett inn / tekið af með rofa Lipur og sparneytin alhliðavél sem hentar vel í íslenskan landbúnað. ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1500 | www.thor.is Stofnfundur íslenska landbúnaðarklasans Dagskrá Aðdragandi að stofnun klasans Haraldur Benediktsson, formaður undirbúningsnefndar Hvers vegna landbúnaðarklasi? Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum Fjárfestingarþörf í landbúnaði Jóhanna Lind Elíasdó ir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Tillaga að samþykktum landbúnaðarklasans Stjórnarkjör samkvæmt samþykktum Tillaga að starfs- og  árhagsáætlun Umræður um starfi ð fram undan Fundarslit Lé ar veitingar að loknum fundi. Fundarstjóri: Jóhanna María Sigmundsdó ir, alþingismaður Boðað er til stofnfundar íslenska land- búnaðarklasans föstudaginn 6. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu frá kl. 15 til 17. Landbúnaðarklasinn er samstarfs- ve vangur fyrirtækja og samtaka sem starfa í landbúnaði eða við úrvinnslu landbúnaðarafurða eða byggja á þjónustu við greinina. Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun landbúnaðarklasa um nokkurt skeið. Stofnfundurinn er opinn full- trúum allra fyrirtækja og samtaka sem telja sig eiga heima innan klasans. Undirbúningsnefnd um stofnun landbúnaðarklasa Orkustofun reiknaði út raforku- og húshitunarkostnað: Hæsta verð í dreifbýli er 94% hærra en lægsta verð í þéttbýli Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki, kr. 83.857. Notendur í dreifbýli á svæði Orkubús Vestfjarða greiða tæplega 205 þúsund krónur á ári til húshitunar, eða 144% hærra verð.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.