Bændablaðið - 05.06.2014, Side 43

Bændablaðið - 05.06.2014, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júní 2014 Safi unnin úr íslenskri geithvönn sem tekin er í óspilltri íslenskri náttúru er framleiddur hjá fyrir tæki sem heitir Hvannalindir og er starfandi á Húsavík. Frumkvöðulinn, Þórður Pétursson, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tæpum áratug og fór þegar að leita fyrir sér með íslenskar lækningajurtir sem gætu gagnast honum í baráttunni gegn meininu. Niðurstaðan var safi gerður út geithvönn sem nú hefur hlotið nafnið Eyvindur og er framleiddur í þó nokkru magni í verksmiðju fyrirtækisins í Haukamýri 4 á Húsavík og sendur til kaupenda víða um land. Félagið Hvannalindir var stofnað árið 2011 og eru hluthafar um tuttugu talsins. Starfsemi félagsins fer fram í húsnæði sem Þórður lét byggja sérstaklega fyrir framleiðsluna og hentar það því vel. Vélar voru keyptar að utan og starfsemin er komin í fullan gang. Kveikjan boð frá Einari á Einarsstöðum Þórður segir að fljótlega eftir að hann fékk sína greiningu hafi hann leitað til læknamiðils. Sá flutti honum boð frá hinum landsþekkta látna miðli Einari Jónssyni á Einarsstöðum í Reykjadal. Þórður skyldi samkvæmt ábendingu Einars skoða hvort hvönnin, sú með hvítu blómunum, gæti ekki komið að gagni. Geithvönnin byggi yfir sérstökum lækningamætti. Þórður er uppalinn í Árhvammi í Laxárdal og því alinn upp á bökkum Laxár. „Ég var síðar leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal í fimmtíu ár og kynntist þar fyrst geithvönn. Áður en ég fékk þessi boð frá Einari hafði ég aldrei tekið eftir því að hvannategundirnar væru tvær, ætihvönn og geithvönn, heldur áleit ég að þetta væri sama tegundin á mismunandi þroska- stigum,“ segir Þórður. Nafnið sótt til frægasta útilegumanns Íslandssögunnar Hann segir að hvönn hafi allt frá landnámi verið talin með bestu lækningajurtum hér á landi, en athygli manna hafi einkum beinst að ætihvönn. Geithvönn sé mun sterkari, hún lykti illa, sé römm og langt í frá eins bragðgóð og ætihvönnin, sem líkast til skýri að menn hafi fram til þessa fremur sneitt hjá henni. Nafnið á safanum sækir Þórður til frægasta útilegumanns Íslandssögunnar, Fjalla-Eyvindar, sem eins og kona hans Halla varð langlífur þrátt fyrir að búa ekki við góðan kost. „Þau völdu sér gjarnan staði til búsetu þar sem mikið var um hvönn, m.a. í Hvannalindum og Herðubreiðarlindum. Ef til vill má rekja góða heilsu og langlífi þeirra til þess að þau hafi gert sér mat úr hvönninni,“ segir Þórður. Hefur reynst mönnum vel Þórður greindist sem fyrr segir með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tæpum áratug, en þeim sjúkdómi fylgir gjarnan hátt PSA-gildi í blóði. Mæling á því hefur reynst hjálpleg til greiningar á sjúkdómnum. Þórður segir að eftir að greining lá fyrir hafi hann leitað sér upplýsingar um helstu lækningajurtir hér á landi og úr varð að hann fór að taka reglulega inn safa sem hann bjó til úr geithvönn. „Árangurinn var góður, PSA- gildið hefur nokkurn veginn staðið í stað og ég hef ekki þurft á annarri meðferð að halda,“ segir Þórður. Fleiri hafi síðar bæst í hópinn og tekið safann inn með vitund lækna sinna og hafi hann gert mönnum gott. Dæmi séu þess að PSA-gildi hafi lækkað og svo staðið í stað hjá þeim sem reglulega drekka safann. Þannig hafi menn náð að halda krabbameininu niðri. „Ég tel mjög líklegt að safinn geti haft fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein í blöðruhálskirtli, inntaka hans reglulega hefur m.a. leitt í ljós að verulega hefur dregið úr vandamálum þeirra sem þjást af góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli, það er tíðum þvaglátum og svefnvandamálum sem þau valda,“ segir Þórður og bætir við að fólk með aðrar tegundir krabbameins hafi einnig neytt safans með árangri sem og fólk með gigt og magavandamál. Þórður segir að prófanir hafi verið gerðar á virkni safans á frumulínum úr blöðruhálskirtils- krabbameini. Niðurstöðurnar voru góðar og sýndu að geithvannasafinn drap krabbameinsfrumur. Eftirspurn hefur aukist Eftir því sem virkni geithvannar- safans Eyvindar spurðist út fjölgaði þeim sem vildu taka hann inn og hefur starfseminni því vaxið fiskur um hrygg. „Það er allt komið í fullan gang hjá okkur og eftirspurn eftir safanum hefur aukist mjög undanfarið, en nú erum við einnig að hugleiða að renna fleiri stoðum undir reksturinn með því að nýta fleiri jurtir, til dæmis blóðberg, kerfil og fleiri jurtir,“ segir Þórður. Hann á þó nokkuð magn frá síðasta ári af geithvönn, á annað tonn en hyggst einnig ásamt fleirum sækja sér meira hráefni á komandi sumri. Þórður segir að hægur vandi sé að leita fanga á bökkum Laxár, en einnig þurfi að fara víðar og jafnvel allt austur á firði. Sendur heim Geithvannarsafinn Eyvindur er ekki enn seldur í verslunum, menn geta pantað einstaka skammt eða gerst áskrifendur að safanum í gegnum heimasíðu fyrirtækisins (www. hvannalindir.is) og fá hann þá sendan heim en í hverjum pakka eru 30 einingar eða mánaðarskammtur, ein eining á dag af safa. „Aðalatriðið í þessu öllu og það sem skiptir mestu máli er að safinn hjálpi mönnum og ég hef fulla trú á að svo verði,“ segir Þórður. /MÞÞ Til leigu skrifstofur Í Bændahöllinni, Hótel Sögu, er til leigu skrifstofuaðstaða á 2. hæð. Um er að ræða tvö rými með sameiginlegri fundar- aðstöðu og kaffi krók. - Skrifstofa, 17 m2 - Skrifstofa / opið rými fyrir 4-5 skrifb orð ásamt sér geymslu. Alls 50 m2 Húsnæðið er snyrtilegt, sérinngangur er við suðurenda hússins og allar tölvulagnir eru til staðar. Í húsinu er marg- vísleg þjónusta en þar er banki, veitingastaðir, bar, heilsu- rækt og spa, hárgreiðslustofa og fyrsta fl okks fundaraðstaða ásamt veitingaþjónustu. Hentar mjög vel fyrir einkaaðila, lítil fyrirtæki og þá sem vilja vera nálægt Háskóla Íslands. Innifalið í leigu er hiti, rafmagn, nettenging og þrif. Mögu- leiki er á að leigja skrifstofuaðstöðu með húsgögnum og fá aðgang að mötuneyti. Myndir af húsnæðinu er að fi nna á bondi.is. Nánari upplýsingar veitir Tjörvi Bjarnason í netfangið tb@bondi.is eða í síma 862-3412. Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla – Undirbúningsnámskeið Fyrirhugað er að halda námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt, en eitt af skilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Staðsetning námskeiðanna og fjöldi verður ákveðinn með tilliti til þátttöku. Gert er ráð fyrir að námskeiðin fari fram dagana 18.–20. júní nk. Námskeið verða svo aftur í boði seinna á þessu ári. Skráning Skráning fer fram hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fyrir 12. júní nk. Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á bella@rml.is eða í síma 516-5000. Gefa þarf upp nafn, síma, heimili og póstnúmer. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fyrirtækið Hvannalindir á Húsavík framleiðir safa úr geithvönn: Þykir hafa jákvæð áhrif á blöðruhálskirtilskrabbamein – Segir Þórður Pétursson, stofnandi fyrirtækisins gagnast mönnum sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein. Þórður fékk slíkt krabbamein fyrir tæpum Mynd / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.