Bændablaðið - 05.06.2014, Page 51

Bændablaðið - 05.06.2014, Page 51
51 Það getur verið gaman að prjóna eða hekla fallega púða til að lífga upp á heimilið eða sumarbústaðinn. Þessi getur verið eins stór og maður vill, það hleypur á 11 lykkjum og 14 umferðum sem maður bætir við þessa uppskrift eins oft og maður vill. Stærð: 35x37 cm. Efni: 3 dokkur Whistler-grænt en það er til í 7 litum alls sjá www.garn.is. Prjónar nr. 4,5 eða 5. Heklunál nr. 5 3 tölur. Aðferð. Prjónað er fram og til baka ferningar sem eru 11 lykkjur og 14 umferðir hver. Púði: Fitja upp 66 lykkjur. Prjóna 11 lykkjur slétt og 11 lykkjur brugðið 14 umferðir. Nú eru prjónaðar 11 lykkjur brugðnar yfir sléttu lykkjurnar og 11 lykkjur sléttar yfir brugðnu lykkjurnar 14 umferðir. Þetta er endurtekið þar til komir eru 12 ferningar á lengdina og stykkið mælist ca 70 cm. Nú er fellt af. Hliðarnar eru lagðar saman og heklað fastahekl gegnum báðar hliðar 1 lykkja í hverja lykkju allan hringinn nema skilið er eftir op ca 13 sm á miðri einni hliðinni. Sú hlið sem er heil það er þarf ekki að hekla saman þar er heklað fastahekl í hverja lykkju á samskeytum milli brugðins og slétts fernings . Best er að byrja við opið og enda hringinn á að hekla fastahekl meðfram annarri hlið opsins ca 20 l Snúa við og hekla 5 l fastahekl 3 ll ( hnappagat) 5 fastalykkjur í næstu 5 l 3 ll 5 l fastahekl, 3 ll 5 l fastahekl. Klippa frá og ganga frá enda. Á hinni hlið opsins er heklað fastahekl í hverja lykkju fram og til baka ca 25 fastalykkjur 4 umferðir. Klippa og ganga frá. Á þennan flipa eru festar 3 tölur á móti hnappagötunum. Nú eru heklaðar tungur allan hringinn þannig. 1 fastalykkja 6 stuðlar í aðra lykkju frá fl 1 fastalykkja. Tungurnar eru heklaðar hringinn. Passa að hornin verði eins. Þegar kemur að opinu eru tungurnar heklaðar meðfram hliðinni sem tölurnar koma á. Gengið frá endum og púði með púðafyllingu settur inn í. Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fallegur púði úr Whistler Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 5 3 7 9 1 2 3 8 9 6 7 8 6 1 2 2 7 2 5 1 5 8 4 6 7 8 8 7 4 9 9 6 3 4 2 4 9 1 1 5 8 7 2 9 3 6 4 5 1 2 9 4 7 1 8 4 2 7 9 6 8 7 3 5 4 1 5 1 6 1 3 8 2 4 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Leiðinlegt að taka úr uppþvottavélinni Haraldur Bolli er 12 ára Akureyringur sem fílar Kaleo. Hann man vel eftir því þegar hann lá sárlasinn á meðan mamma hans var að fæða Jónatan litla bróður. Þegar Haraldur Bolli verður stór ætlar hann að verða atvinnumaður í fótbolta, nú eða kokkur. Nafn: Haraldur Bolli Heimisson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Akureyri. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Panda. Uppáhaldsmatur: Humar og sushi. Uppáhaldshljómsveit: Kaleo. Uppáhaldskvikmynd: Stepbrothers og Godzilla. Fyrsta minning þín? Þegar ég var veikur með 40 stiga hita og mamma var að fæða Jónatan bróður minn en þá var ég sex ára. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi handbolta og fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta eða kokkur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var sex ára og keypti mér Þrista á leið í skólann. Ég borðaði heilan poka á leiðinni, kennarinn hringdi í mömmu og lét hana vita, ég var með súkkulaði út á kinn. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka úr uppþvottavélinni. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla á barnfóstrunámskeið hjá Rauða krossinum og á Íslandsmót og N1 mót í fótbolta. PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Hnepping. Takkar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.