Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 6

Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 6
Ónýtt hús í Ekvador Enn einn eftirskjálfti, 6,0 að stærð, skók Ekvador í gær, en þar reið yfir skjálfti upp á 7,8 hinn 16. þessa mánaðar. Hér sést fólk fyrir utan stórskemmda byggingu í gær, en síðustu tölur stjórnvalda benda til þess að tæplega sex hundruð manns hafi farist í skjálftunum og 8.340 séu slasaðir. Fréttablaðið/EPa Ergo veitir umhverfisstyrk sími 440 4400 > www.ergo.is Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir umsóknum um umhverfisstyrk Sjóðurinn úthlutar umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðlaverkefna en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála. Sendu inn þína hugmynd Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því hvernig nýta eigi styrkinn. Frestur til að senda inn umsóknir er til 20. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Kynntu þér málið nánar á ergo.is Menntun „Það er ekki búið að segja upp starfsfólki enn,“ segir Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögreglu- skólans. Fyrir liggur að lögreglunám verður fært á háskólastig og í frum- varpsdrögum að breytingu á lög- reglulögum kemur fram að Lögreglu- skólinn verður lagður niður þann 30. september á þessu ári. Frumvarp- ið átti að kynna á þingi ekki síðar en 15. mars en er ekki komið fram enn. „Ef frumvarpið verður ekki að lögum þá lifum við aðeins lengur. En við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Það hefur verið áhyggjuefni okkar í vetur,“ segir Karl en níu starfsmenn starfa við skólann. Þeim verður öllum sagt upp þegar að því kemur að leggja skólann niður. Námið verður fært á háskóla- stig. Karl Gauti segist fá svör geta veitt áhugasömu fólki sem vill leggja stund á nám í lögreglufræðum. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum. Ég gef þau svör að frumvarpið sé í innan- ríkisráðuneytinu og eigi eftir að fara fyrir þing. Það eru einu svörin sem ég get veitt í bili að minnsta kosti,“ segir hann. Með breytingu á lögreglulögum verður lögreglunám fært á háskóla- stig eins og það er á hinum Norður- löndunum. Karl Gauti hefur ásamt starfsliði sínu fengið kynningu á frumvarpinu. „Já, við höfum fengið kynningu á því og þá var gert ráð fyrir því að námið hæfist í haust á háskóla- stigi en til þess að svo verði þarf auð- vitað að afgreiða frumvarpið með breytingum á þingi.“ Ekki hefur verið gengið frá samningi við háskóla um að taka við kennslu í lögreglufræðum til B.Sc. náms. Námið verður þriggja ára nám á háskólastigi og skólinn sjálfstæð eining en menntuninni útvistað til menntakerfis að stórum hluta. Stefnt er á að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu og muni sjá um þróun og uppbyggingu grunnmenntunar lögreglu með þjónustusamningum svo og að sjá um framhaldsnám fyrir lögregluna. Starfshópur skipaður af innanríkis- ráðuneyti leggur til að samið verði við Háskólann á Akureyri og Keili og enn- fremur að grunnmenntun lögreglu- manns, tveggja ára bóklegu námi og eins árs starfsnámi, ljúki með bakka- lárgráðu og að hugað verði að frekari menntun í kjölfar bakkalárgráðu sem lyki með meistaragráðu. kristjanabjorg@frettabladid.is Óvissa um framhald lögreglunáms í haust Nýtt frumvarp um nám á háskólastigi er ókomið inn á vorþing Alþingis. Við fáum engin svör um það hvenær eða hvort verður af þessu. Karl Gauti Hjaltason, skólastjóri Lögregluskólans 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -9 F B 4 1 9 3 1 -9 E 7 8 1 9 3 1 -9 D 3 C 1 9 3 1 -9 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.