Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 8

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 8
Landssamtök lífeyrissjóða • Guðrúnartúni 1 • 105 Reykjavík • Sími: 563 6450 • ll.is KENNARASAMBAND ÍSLANDS Fjármála- og efnahagsráðuneytið Málþing aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna Áskoranir fyrir vinnumarkaðinn vegna hækkandi lífaldurs Þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 13.00-16.00 á Grand Hótel Aukin hagsæld og framfarir í læknavísindum hafa síðustu áratugi stöðugt aukið lífslíkur okkar. Frá því samið var um stofnun almennu lífeyrissjóðanna árið 1969 hefur meðalævi íslenskra karla lengst úr tæpum 72 árum í tæpt 81 ár og kvenna úr 77,5 í tæp 84 ár. Sextug kona gat árið 1970 vænst þess að lifa í 21,7 ár til viðbótar og vera á lífeyri í 14,7 ár m.v. 67 ára eftirlaunaaldur. Í dag getur sextug kona vænst þess að lifa í rúm 25 ár og vera rúm 18 ár á lífeyri. Þessi jákvæða þróun hefur umtalsverð áhrif á samfélagið og er nú víða horft til hækkunar á almennum eftirlaunaaldri. Slík breyting dugar ekki ein og sér þar sem þessari þróun fylgja ölmargar áskoranir fyrir lífeyris- og velferðarkerfið og ekki síður fyrir atvinnulífið. Í því felst m.a. að auka verður möguleika eldra fólks til lengri og virkari þátttöku á vinnumarkaði með góðum vinnuaðstæðum og heilsueflingu, sí- og endur- menntunartækifærum sem viðhalda og auka þekkingu og auknum sveigjanleika í starfslokum og töku lífeyris. Dagskrá: 13:00-13:10 Setning Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar LL 13:10-13:55 Longer Lives - Better Brains Henning Kirk MD, Dr.Med.Sci. Hverjar eru afleiðingar hækkandi lífaldurs á stefnumörkun varðandi atvinnuþátttöku eldra fólks, eftirlaunaaldur og lífeyri? Heldur hæfni heilans í við lengri lífaldur? Í erindinu verður leitast við að svara þessum spurningum ásamt því hvort vilji sé til þess á vinnumarkaði að nýta þekkingu og hæfni eldra fólks. 13:55-14:25 Staða eldra fólks á vinnumarkaði og þróunin næstu áratugina Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ 14:25-14:40 Kaffi 14:40-14:55 Reynslan af ráðningum eldri starfsmanna Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, hópstjóri ráðninga hjá Capacent 14:55-15:10 Kynning á hugmyndum um breytingar á lífeyrisaldri á næstu áratugum og auknum möguleikum til sveigjanlegri starfsloka Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða 15:10-16:00 Pallborðsumræður með aðilum vinnumarkaðarins Nýjar áskoranir á vinnumarkaði – Hvernig tekst vinnumarkaðurinn á við breytingarnar framundan? Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, ármála- og efnahagsráðuneytinu, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins taka þátt í umræðum. Stjórnandi: Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans Tilkynning um þátttöku berist Landssamtökum lífeyrissjóða á tölvupóstfangið radstefna@ll.is Ferðaþjónusta Fyrirtækið Jökla­ vagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og er þar leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálf­ bærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í septem­ ber. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meiri­ hluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einn­ ig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna fram hjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur.“ Skaftafell er hluti af Vatnajökuls­ þjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ing­ þórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferða­ manna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðar­ legan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“ Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslu­ meistari og á langan feril að baki í veitinga­ og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoð­ arkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitinga­ bransanum. stefania@frettabladid.is Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Fyrirtækið Jöklavagnar verður áfram með matar- vagn í Skaftafelli í sumar. „Núna stendur yfir undir- búningur fyrir sumarið,“ segir Stefán Þór Arnarson, yfirkokkur og eigandi. Opnað verður um miðjan maí. Glacier Goodies segjast bjóða upp á persónulega þjónustu. Mynd/EMil rEynir LögregLa Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu varar við fíkniefninu LSD. Undanfarið hefur hún greint neyslu þess hjá hópi ungs fólks sem er ann­ ars ekki neytendur fíkniefna. „Þetta hefur vakið undrun okkar, umrætt fólk hefur verið illvið­ ránalegt, haldið miklum ranghug­ myndum um sig og eða umhverfi sitt, með gríðarlega hátt sársauka­ þol og verulega hættulegt umhverfi sínu en þó fyrst og fremst sjálfu sér,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu  sem greinir enn fremur frá því að  svo virðist sem þetta unga fólk telji fíkniefnið hættulaust. Lögreglan ítrekar að efnið LSD sé stórhættulegt. „Þetta eina skipti getur valdið miklum skaða og ljóst er að fólk undir áhrifum þess er ekki meðvitað um eigin hegðun og gjörðir meðan áhrifin vara. Það að lenda í fangaklefa yfir nótt líkt og einhverjir hafa lent í væri langt í frá það versta sem gæti komið fyrir,“ segir í tilkynningu lögreglu. LSD hefur ofskynjunaráhrif sem geta leitt til mikils ótta, ofsókn­ aræðis og annarra andlegra ein­ kenna sem setja neytendur í tals­ verða hættu. Í verstu tilfellunum getur slíkt ástand varað í nokkra daga. – kbg Lögreglan varar við LSD Stefán Þór Arnarson, yfirkokkur Glacier Goodies, segir viðbrögð við vagninum hafa verið mjög góð. Mynd/EMil rEynir 2 3 . a p r í L 2 0 1 6 L a u g a r D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -B 3 7 4 1 9 3 1 -B 2 3 8 1 9 3 1 -B 0 F C 1 9 3 1 -A F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.