Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 13

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 13
norðurlöndin 1 2 3 Þjóðarátak gegn einsemd 1dAnMörK Þjóðarátak gegn ein-semd stendur nú yfir í Danmörku en samkvæmt hópi sem stendur að átakinu hafa yfir 200 þúsund manns greint frá því að þeir séu oft ein- mana. Fjöldi manns hefur tilkynnt um þátttöku í átakinu gegn einsemd. Stefnt verður að fjölmennum sam- komum í næstu viku víða um landið. Gert er ráð fyrir sameiginlegum máltíðum auk annarra viðburða til að fólk geti kynnst, spjallað saman og notið samveru við aðra. Tekjuafgangur í konungshöllinni 2norEGur Tekjuafgangur í norsku konungshöllinni nam 20 milljónum norskra króna í fyrra, einkum vegna þess að fjárveiting sem var heimiluð til sérstakra öryggisráðstafana eftir fjöldamorðin í Útey í júlí 2011 hefur ekki verið nýtt. Margir sérfræðingar vöruðu við því í þessari viku að öryggi í kringum konungshöllina væri ábótavant. Upplýsingastjóri hallarinnar segir greiningu á öryggismálum hafa tekið lengri tíma en búist var við. Ókeypis dömubindi í framhaldsskóla 3SVÍÞJÓð Stjórnendur fram-haldsskólans Katedralskolan í Lundi hafa orðið við beiðni femínista í skólanum og ákveðið að kaupa dömubindi handa nemendum. Þeim verður komið fyrir í sérstökum skáp á einni af snyrtingum skólans. Að sögn femínistanna er oft skortur á dömu- bindum hjá skólahjúkrunarfræð- ingnum. Engin stelpa eigi að þurfa að hlaupa út í næstu búð í miðri kennslustund til að kaupa dömubindi þegar hún fer á túr eða þjóta heim. SJÚKLINGURINN Í ÖNDVEGI Ársfundur Landspítala 2016 / Hilton Reykjavík Nordica 25. apríl, kl. 14:00 DAGSKRÁ Ávarp Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Úr orrahríð í uppbyggingu Páll Matthíasson forstjóri Ársreikningur Landspítala 2015 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Nýjungar í starfsemi spítalans Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrarlæknir / Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir verkefnastjóri Fjölbreytt nýting aðgerðarþjarka Eiríkur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir / Katrín Kristjánsdóttir kvensjúkdómalæknir Nýtt flæði sýna á rannsóknarkjarna Ísleifur Ólafsson yfirlæknir / Lísbet Grímsdóttir deildarstjóri Batamiðstöðin á Kleppi - brú út í lífið Erna Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi / Rafn Haraldur Rafnsson íþróttafræðingur Starfsmenn heiðraðir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Kaffiveitingar eftir fundinn ATH! Fundurinn verður í beinni útsendingu á landspitali.is Skráning á landspitali.is ViðSKipti „Það verður örugglega rætt,“ segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis, um hvort Glitnir muni grípa til aðgerða eftir umfjöllun fjölmiðla um Ingi- björgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, og Jón Ásgeir Jóhannes- son, eiginmann hennar, byggða á Panama-skjölunum svokölluðu. Ingólfur segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Samkvæmt umfjöllun Kjarnans, Stundarinnar og Reykjavik Media greiddi félagið Guru Invest, skráð í Panama og í eigu Ingibjargar, 2,4 milljarða inn á 3,3 milljarða skuld félaganna 101 Chalet og Gaums. Jón Ásgeir átti 41 prósents hlut í Gaumi en Ingibjörg var ekki hluthafi í því. Samkvæmt umfjölluninni afskrifaði Glitnir því 900 milljónir af skuldum félaganna. – ih Glitnir veltir fyrir sér aðgerðum vegna Panama-skjala loftSlAGSMál Parísarsamkomu- lagið, samkomulag um loftslagsmál sem komist var að í París á síðasta ári, var undirritað í húsnæði Sam- einuðu þjóðanna í New York í gær. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráð- herra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Íslands. Alls undirritaði 171 ríki sam- komulagið í gær, en aldrei hafa fleiri ríki undirritað alþjóðasáttmála. „París mun móta líf allra framtíð- arkynslóða, framtíð þeirra er í húfi,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, við undirritunina í gær. „Við erum í kapphlaupi við tímann. Ég hvet allar þjóðir til að skrifa undir samkomulagið,“ sagði aðalritarinn enn fremur. Samkomulagið snýst meðal annars um að tryggja að hnattræn hlýnun verði innan við tvær gráður og að reynt verði að halda henni innan við eina og hálfa gráðu. – þea Samkomulag um loftslagsmál undirritað í gær Ingibjörg Pálma- dóttir, fjárfestir og aðaleigandi 365 miðla, útgefanda Fréttablaðsins. François Hollande Frakklandsforseti og Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. NordIcPHotoS/AFP f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 13l A u G A r d A G u r 2 3 . A p r Í l 2 0 1 6 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 1 -8 B F 4 1 9 3 1 -8 A B 8 1 9 3 1 -8 9 7 C 1 9 3 1 -8 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.