Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 18

Fréttablaðið - 23.04.2016, Page 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Segja má að fortíðin hafi bitið kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, ærlega í rassinn á dögunum. Það var þaulsætinn stjórnmálamaður, forseti með mikilmennskubrjálæði og einvaldstilburði sem kom henni í klandur. Merkel ákvað í síðustu viku að verða við kröfu Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, og heimila þýskum saksóknurum að höfða mál á hendur þýskum grínista fyrir að hæðast að forset- anum og fyrrverandi forsætisráðherranum. Svo mjög gramdist Erdogan gamanvísa grínista sem kyrjaði um að forsetinn kúgaði minnihlutahópa og ætti mök við geitur að hann fyrirskipaði lögfræðingum sínum að grafa upp rykugan, hálfgleymdan þýskan lagabókstaf frá árinu 1871 sem saminn var til að skýla viðkvæm- um egóum hörundsárra konunga og síðar keisarans við gagnrýni. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Merkel. Straumur flóttamanna til Þýskalands var farinn að valda kanslaranum pólitískum vandræðum. Nýverið gerði Evrópusambandið hins vegar samning við Tyrkland um að veita flóttamönnum skjól og létta þannig undir með Merkel. Nú virðist Þjóðverjum sem kanslarinn kasti fyrir róða tjáningarfrelsinu til að þóknast gerræðislegum forseta sem hefur pólitískt líf hennar í lúkunum en frá því að Erdogan tók við embættinu árið 2014 hefur hann höfðað 1.845 dóms- mál gegn einstaklingum sem gefið er að sök að hafa móðgað hann. Með svartadauða í strætó Til að friða gagnrýnendur sína lýsti Merkel því yfir að hún hygðist afnema umrædd lög. Grínistinn sleppur þó ekki og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Uppákoman sýnir að lagasöfn eru eins og fata- skápar – það þarf að taka reglulega til í þeim. Rétt eins og neongrænu grifflurnar í efsta skáp sem hafa ekki verið notaðar síðan snemma á níunda áratugnum eru barn síns tíma eru lagabálkar veraldarinnar stútfullir af boðum og bönnum sem fara samtímanum jafn vel og herðapúðar og sítt að aftan. Flest eru þessi ákvæði sakleysisleg. Í Bretlandi er til dæmis bannað að: l Klæðast brynju eða gefa upp öndina í breska þing- inu l Leyfa hundinum sínum að maka sig við hund í eigu einhvers innan bresku konungsfjölskyldunnar l Reisa svínastíu fyrir utan húsið sitt – nema hún sé hulin sjónum l Taka strætó sé maður smitaður af svartadauða l Meðhöndla lax á grunsamlegan hátt l Hafa umsjón með kúm eða hestum drukkinn l Spila fjárhættuspil á bókasöfnum Ekki eru þó tímaskekkjurnar allar jafnkrúttlegar. Dóri DNA í fangelsi Við Íslendingar erum snyrtileg þjóð sem gerir reglu- lega vorhreingerningu í lagabálkum okkar. Árið 1989 voru til að mynda afnumin gömul lög um friðun snæ- héra á Íslandi af þeirri augljósu ástæðu að hér á landi finnast engir snæhérar. Enn leynast þó nokkur pör af herðapúðum í fataskápnum. Ef t.d. Dóri DNA gerði grín að Erdogan Tyrklands- forseta gæti hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fang- elsi. Í íslenskum hegningarlögum, líkt og í þeim þýsku, má finna ákvæði sem bannar að erlendir þjóðar- leiðtogar séu smánaðir. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa nú brett upp ermar, sett sig í tiltektar- stellingar og lagt til að lagaákvæðið verði fellt brott. Ólafur, Erdogan og grænu grifflurnar Matvara gæti verið 35 prósentum ódýrari. Í nýlegri grein í Frétta-blaðinu segir að útreikningar sýni að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felldir niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19-53 prósentum lægra en verð á sams konar innlendum matvörum. Fram kemur að í heild greiði neytendur um 22 milljarða króna á ári aukalega vegna tollahindrana á landbúnaðarvörum og skattgreiðendur um 14 millj- arða vegna styrkja, samtals um 35 milljarða króna á ári. Rúmar 100 þúsund krónur á hvern Íslending. Þetta eru sláandi tölur, sem höfundar greinarinnar, Guðjón Sigurhjartarson og Jóhannes Gunnarsson, varpa skýru ljósi á. Óhagkvæmnina má rekja til hinna umfangsmiklu styrkja og verndar fyrir innlendri og erlendri samkeppni, sem landbúnaðurinn nýtur. Hvort tveggja dregur úr hvatanum til hagræðingar og nýsköpunar. Ef hægt er að hafa hlutina einfalda er engin ástæða til að flækja þá. Það efast enginn um góðan ásetning stjórnvalda og bændaforystu, en búvörulögin flækja málin þannig að neytandinn hefur engar forsendur til að átta sig á fyrir hvað hann er að borga. Til að átta sig á því, þarf heilmikla yfirlegu. Aldrei hafa verið fleiri tækifæri til að skapa arðbær störf í sveitum. Höfuðborgin annar ekki sívaxandi straumi ferðamanna og það er hrein og bein nauðsyn að ýta undir fjölbreytni og dreifa velkomnum ferða- löngum víðar um landið. Um leið skapast svigrúm til að beina kröftum sveitafólks frá hefðbundnum land- búnaði, sem ekki hefur skilað bændum góðri afkomu. Opinberi stuðningurinn á að losa fjötrana en ekki herða þá. Nóg er af hugmyndum til að vinna úr. En hvað gerir ríkisstjórnin þá? Hún berst fyrir 10 ára búvörusamningi og vill festa enn í sessi þau gamaldags viðmið, sem alltof lengi hafa viðgengist. Sögu búvörulaganna má rekja aftur til ársins 1934. Ein af röksemdunum er svokallað matvælaöryggi. Íslendingar veiða meiri fisk á mann en nokkur önnur þjóð í heiminum. Það er leitun að þjóð sem býr við meira matvælaöryggi. Fram hafa komið hugmyndir um að eðlilegt sé að svo stór fjárskuldbinding í heilan áratug fari í þjóðar- atkvæði. Staðnað landbúnaðarkerfi hefur lengi notið stuðnings meirihluta þingmanna. Við höfum viljað tryggja byggð í sveitum landsins. En veruleikinn hefur breyst. Verndin hefur snúist upp í andhverfu sína. Hún tefur breytingar og vinnur gegn fólki í sveitum. Þjóðar- atkvæði gæti knúið fram skapandi umræðu sem yrði öllum til góðs. Samningurinn verður til umfjöllunar á Alþingi og í þjóðfélaginu á næstu vikum og mánuðum. Það hlýtur að teljast eðlilegt að alþingismenn gæti hagsmuna neytenda og skattgreiðenda – enn frekar nú þegar við blasir að óbreytt kerfi stendur sveitunum fyrir þrifum. Það á að nota tækifærið og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á – nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi. Þannig munu allir græða og mannlíf í sveitum blómgast sem aldrei fyrr. Staðnað kerfi En veruleik- inn hefur breyst. Verndin hefur snúist upp í andhverfu sína. FJÁRMÁLA- KERFI FYRIR FÓLK Grand Hótel, sunnudaginn 24. apríl kl. 11 Nánar á samfylking.is JOHN KAY OG SERGEI STANISHEV • Hverjum á að selja bankana? • Hvernig breytum við fjármálakerfinu? • Hvernig á að hindra straum peninga í skattaskjól? 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -8 2 1 4 1 9 3 1 -8 0 D 8 1 9 3 1 -7 F 9 C 1 9 3 1 -7 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.