Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.04.2016, Blaðsíða 26
1997 Platan Central Magnetizm með Subterranean kom út. Quar­ ashi gefur út plötu. 2000 Blaz Roca og Sesar A eru meðal fárra sem rappa á íslensku. Skytturnar rappa líka á íslensku úti á landi. XXX Rottweiler vinnur Músíktilraunir. 2001 XXX Rott­ weiler og Sesar A g e f a ú t rappplötur á íslensku. Senan vaknar. 2002­2005 Þessi ár kemur út fjöldinn allur af plötum: Bent & 7berg – Góða ferð, Afkvæmi guðanna – Ævisögur, Bæjarins bestu – Tónlist til að slást við, Skytturnar – Illgresið, Forgotten Lores – Týndi hlekkurinn. 2006­2010 Útgáfa á íslensku rappi lendir í smá lægð á þess- um árum. Menn spila fyrir bjór á skemmtistöðum og útgáfu- fyrirtækin sýna rappi a.m.k. ekki sama áhuga og á gullárum rappsins. Lög koma út á netinu, viðburðir eru haldnir en endur- nýjun lítil og engir peningar. 2010­2013 Hlutirnir fara að gerast á ný, nýir leikmenn fara að verða til. Emmsjé Gauti gefur út Bara ég 2011, Úlfur Úlfur rís upp úr rústum Bróður Svartúlfs, Gísli Pálmi gefur út myndbandið við Set mig í gang og allt verður gjör- samlega vitlaust. 2014­2016 Rappið er endan- lega orðið „mainstream“. Sveita- ballarokkið er horfið og Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru komnir í staðinn. Gísli Pálmi selur bílfarma af geisladiskum. Alls konar plötur koma út og eru spilaðar á Rás 2 eins og ekkert sé. Kött Grá Pjé á heitasta lagið á landinu heilt sumar, Úlfur Úlfur spilar þegar Andri Snær tilkynnir framboð sitt til forseta Íslands, Gauti er kynnir í Ísland Got Talent og fólk hneykslast á Gísla Pálma blóta á RÚV. „Hip hop er alls ataðar að verða vinsælla. Það sem er að gerast á Íslandi er að öll framleiðsla er komin á heimsmælikvarða. Allt í einu er hægt að bera íslensku sen- una saman við útlönd,“ segir Arnar Guðni Jónsson, betur þekktur sem Prince Puffin úr Shades of Reykja- vík. Allt frá því að Shades of Reykja- vík sendi frá sér sitt fyrsta lag, fyrir um fimm árum, hafa þeir farið frumlegar leiðir og vakið athygli. „Það hefur ekki síst að gera með tæknina. Okkar fyrstu lög voru gerð í stofunni heima.“ Hann segir íslensku senuna hafa breyst. „Einu sinni snerist rapp um að segja frá lífi þínu, sem er alveg enn þá en lögin snúast miklu meira um væb. Þú þarft ekkert að skilja allt. Þess vegna eru t.d. gæjar frá Niepye-Kóreu að slá í gegn í Banda- ríkjunum, en rappa samt á kóresku. Það er verið að leita að flæði. Bítin og taktarnir á Íslandi eru á heims- mælikvarða,“ útskýrir Arnar, sem er á leið til BNA í tónleikaferða- lag. „Það voru einhverjir amerískir gæjar sem fundu okkur á Youtube og Emmi Beats, úr Shades of Reykja- vík, endaði á því að pródúsera hálfa plötuna þeirra!“ Arnar segist hafa ástríðu fyrir rappi . „Mann langar til þess að búa til eitthvað sem lifir með fólki. Hjá okkur snýst þetta ekki um peninga, heldur hvað þú gerir og hvernig manneskja þú ert.“ Rapp í Reykjavík Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. Halldór Halldórsson, betur þekkt- ur sem Dóri DNA tekur rappara Reykjavíkur tali í heimildarþátt- unum Rapp í Reykjavík sem hefja göngu sína á Stöð 2 á sunnudags- kvöld. „Undanfarin ár hefur eitthvað rosalegt verið að grassera sem svo sprakk út árið 2015. Við vildum bara heyra í þessu liði. Taka púlsinn. Þetta eru miklir listamenn, fjöl- listamenn, ekki bara rapparar og söngvarar og tónlistarmenn heldur leikstjórar, hönnuðir og gjörninga- listamenn. Þeir eru geggjað dót. Íslenskt rapp er svo stórt og geggjað núna – ekki bara eitthvað sem maður heyrir heldur sér,“ segir Dóri. „Gísli Pálmi finnst mér bilaður – svo Emmsjé Gauti og Arnar úr Úlfur Úlfur. Blær úr Reykjavíkurdætrum er líka með þeim nettari – Salka og Jóhanna geggjaðar. Ég hlusta líka á allt sem Alexander Jarl gefur út. Erpur og Bent verða bara betri og betri. Hr. Hnetusmjör og Joe Fra- zier er líka drullu geggjaðir. GKR. Æ, vá, ég nefni eiginlega alla. Ég dýrka þetta. Íslenskt rapp í dag er hlaðborð og veisla, ólíkir listamenn, ólík tónlist og endalaus uppspretta af gulli.“ Dóri DNA var ungur þegar hann hóf ferilinn í rappi, 12 ára rappaði hann ásamt lúðrasveit Mosfells- bæjar á alþjóðlegu lúðrasveitar- móti í Gautaborg. Síðan lenti hann í þriðja sæti á Rímnaflæði árið 2000 með rapphljómsveitinni Lyrical Science Crew. Dóri kynntist svo Daníel Ólafssyni, betur þekktum sem Danna Deluxe, sem var vinur strákanna í XXX Rottweiler hund- um og í Afkvæmum guðanna. Þeir stofnuðu Bæjarins bestu og má kalla það hátind ferils Dóra. Síðan hafa margir bæst í rappflóruna. En hvernig er tilfinningin að vera svona hálfgerður pabbi rapp í þátt- unum? „Hún er fín. Ég er faðir Halldór. Ég var mjög ungur á sínum tíma þegar ég byrjaði í rappi, gaf út plötu 17 ára. Er núna þrítugur svo mér líður ekk- ert eins og einhverjum Bítli innan um þetta lið,“ segir Dóri og hlær. „Þetta er fólk á minni bylgju- lengd, með sömu hugðarefni. Allir skemmtilegir. Hvort sem það er að láta Alexander Jarl pakka mér saman í jiu jitsu í Mjölni, eða tsjilla með Blævi úr Reykjavíkurdætrum baksviðs í Borgarleikhúsinu.“ Hvernig hefur senan breyst síðan þú varst á hátindi ferilsins? „Þetta er svalara, á sér breið- ari hlustendahóp, fylgir alþjóð- legu trendi og æ, mér finnst þetta almennt miklu geggjaðra. Svo er þetta orðið svo sjónrænt. Einu sinni var svo mikið vesen að gera mynd- band, hvað þá flott myndband. Núna geta allir hent í eitthvað. Mér finnst líka menn orðnir færari í því að rappa á íslensku. Búnir að finna ryþmann betur og það á líka við um menn eins og Bent og Erp sem eru enn þá að.“ Dóri segist hlusta mikið á íslenskt rapp, en er sjálfur hættur. „Já, ég vaknaði upp einn daginn, fljótlega eftir að Gísli Pálmi gaf út Set mig í gang. Horfði í spegil og hugsaði: Ég er ekkert þarna lengur. Þá var líka uppistandið og leikhúsið farið að freista mín. Ég valdi rétt.“ saga rappsins Ég er faðir halldór senan er á heimsmælikvarðaalltaf vitað að rapp er nett „Ég var byrjaður að hlusta á rapp, en þegar Rottweiler unnu Músíktilraunir fer ég að semja sjálfur. Þá hugsaði ég, þetta er alveg hægt á íslensku. Ég hafði prófað að semja á ensku, þegar ég var 11 ára, djúpa og flotta enska texta. Sem betur fer fór það aldrei á netið,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann hóf ferilinn um 2002 og hefur verið rapp- andi meirihluta ævi sinnar, en hann er fæddur 1989. Gauti hefur gefið út tvær plötur, Bara ég, og Þeyr, en sú þriðja er væntanleg. „Senan varð kúl með Rott- weiler en síðan kom aftur lægð. Þetta kemur í bylgjum. Rapp hætti að vera nett, en það verður að gerast stundum til að sigta út lúðana sem eru að rappa því öðrum finnst það nett. Svo sprakk þetta aftur út 2013.“ Gauti nefnir Gísla Pálma og Úlf Úlf. „Þessir gaurar eru með risa tónleika og það er uppselt. Andri Snær býður sig fram til forseta og vill Úlf Úlf til að spila fyrir sig. Gísli Marteinn er farinn að segja, bara ég og strákarnir,“ segir Gauti hlæjandi og vísar í eitt vinsælasta lag sitt sem heitir einmitt Strákarnir. „Fólk er búið að átta sig á því sem ég hef alltaf vitað. Rapp er nett.“ Auð- vitAð er þettA gróft sums stAðAr en þettA er rAun- veruleikinn eins og hAnn er. Andri snær býður sig frAm til forsetA og vill Úlf Úlf til Að spilA. Ég dýrkA þettA. Íslenskt rApp Í dAg er hlAðborð og veislA, ólÍkir listA- menn, ólÍk tónlist og endAlAus uppsprettA Af gulli. Gísli Pálmi hefur verið þekktur í íslensku rappsenunni síðan lagið Set mig í gang kom út árið 2011. Þar stóð Gísli Pálmi ber að ofan fyrir framan Range Rover-jeppa og rappaði. Síðan fylgdu fleiri lög og myndbönd og síðar plata, sem kom út í fyrra. „Ég man varla eftir öðru eins,“ sagði Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, um söluna á plötu rapparans í viðtali. Það varð brátt ljóst að Gísli Pálmi hafði breytt íslensku rappsenunni. Textar Gísla vekja gjarnan eftir- tekt, en þeir fjalla oft á tíðum um eiturlyf og ýmislegt sem gæti flokkast undir misferli. Í viðtali við Rokkland á Rás 2 sagði Gísli: „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlut- ina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þætt- inum. gísli pálmi breytti senunni Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Stefán Þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r26 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -B 8 6 4 1 9 3 1 -B 7 2 8 1 9 3 1 -B 5 E C 1 9 3 1 -B 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.