Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 32

Fréttablaðið - 23.04.2016, Side 32
Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands vakti heimsathygli þar sem hún var fyrsta konan til að vera lýðræðislega kjörin forseti. Margir reyndu að grafa undan fram- boði hennar. „Getur einstæð móðir verið forseti?“ spurðu margir. En Vigdís sannaði það að einstæð móðir gat svo sannarlega verið for- seti enda var hún farsæll forseti menningar og landkynningar. Ljóst var að Vigdís ætlaði sér ekki að vera íhlutunarsamur forseti og heldur í þá skoðun enn í dag. „Hann á að hafa jákvæð áhrif og uppbyggi- leg áhrif en hann á ekki að vera í valdastússi. Við höfum þjóðkjörið þing til þess að leiða okkur áfram í stjórnmálum,“ sagði hún í viðtali við Ríkisútvarpið snemma árs 2014. Þó lét hún nokkrum sinnum reyna á vald sitt sem forseti. Árið 1985 stóðu flugfreyjur í verkfalli og ríkisstjórnin hafði samþykkt lög um bann við verkfallinu. Það vildi svo til að samþykktin bar upp á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Vigdís harðneitaði að undirrita lögin strax þar sem henni þótti þau vanvirðing við konur heldur undirritaði hún lögin að deginum loknum. Árið 1993 samþykkti Alþingi aðildarsamning Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu en það mál hafði verið mikið í umræðunni og klauf þjóðina. Alls söfnuðust 34 þúsund undirskriftir þar sem skorað var á Vigdísi að synja lög- unum staðfestingar. Hún varð ekki við þeirri áskorun sem að hennar sögn var henni afar erfitt, en hún túlkaði það sem svo að það væri ekki hlutverk forseta að fara gegn valdi þingsins. 1980 – 1996 Vigdís Finnbogadóttir Kjörið braut blað í mannkynssögunni Á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 var Sveinn Björnsson kjörinn fyrsti forseti Íslands. Sveinn var þá umdeildur stjórn- málamaður. Segja má að kosningin sjálf hafi ekki endurspeglað þann hátíðarbrag sem var á Þingvöllum þennan dag en Sveinn hlaut einungis atkvæði 30 þeirra 52 þingmanna sem þá sátu á Alþingi. En þá var forseti kosinn af Alþingi. Í ríkisstjórnartíð sinni skipaði Sveinn fyrstu og einu utanþingsstjórn sem starfað hefur á Íslandi, undir for- ystu Björns Þórðarsonar árið 1942 í kjölfar stjórnarkreppu. Í forsetatíð sinni þótti stjórnmála- mönnum Sveinn vera full íhlutunar- samur um stjórnarmyndanir, sér í lagi árin 1947 og 1950. Tvívegis var lagt hart að honum að synja lögum um Keflavíkursamninginn og aðild Íslands að NATO en í hvorugt skipti lét hann undan. Sveinn var þeirrar skoðunar að málskotsrétti ætti bara að beita í ýtrustu neyð. Sveinn er eini forseti Íslands sem hefur dáið í embætti, en hann féll frá eftir veikindi árið 1952. 1944 – 1952 sVeinn björnsson Sameiningartáknið íhlutunarsama Ólafur Ragnar Grímsson sigraði nokkuð örugglega í forsetakosning- unum árið 1996. Eftir tvo ópólitíska forseta var þarna kominn gamal- reyndur stjórnmálamaður. Ólafur braut blað í sögu embættis- ins árið 2004. Þá samþykkti ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar umdeild lög sem takmörkuðu eignarhald á fjölmiðlum. Ólafur ákvað í kjölfarið að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar í fyrsta sinn í sögunni og synjaði lög- unum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan leik endurtók Ólafur árið 2010 og 2011 eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði sam- þykkt lög um Icesave-samninginn. Ólafur hefur setið lengst allra for- seta eða í 20 ár. Í nýársávarpi í ár tók hann allan vafa af og sagðist ekki ætla sér að bjóða sig aftur fram. Nú í apríl snerist honum hugur og tilkynnti framboð sitt í sjötta sinn. Nokkrum dögum áður leitaði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra til Ólafs og óskaði eftir þingrofi. Ólíkt því sem Kristján Eld- járn gerði árið 1974 hafnaði Ólafur beiðni Sigmundar. Ólíkt mörgum fyrirrennurum hans hafa erfiðar stjórnarmyndunarvið- ræður ekki einkennt forsetatíð Ólafs. Framtíðin ein mun leiða í ljós hvort Ólafur nær endurkjöri í komandi for- setakosningum og kjósi jafnvel að feta nýjar slóðir við stjórnarmyndanir á Íslandi líkt og hann hefur gert á svo mörgum öðrum sviðum. 1996 – 20?? ólaFur ragnar grímsson Endurmótaði forsetaembættið Í innsetningarræðu sinni árið 1968 var það ljóst að Kristján Eldjárn, nýkjörinn forseti, ætlaði sér ekki að hlutast til í stjórnmálunum líkt og forverar hans. „Til Alþingis, sem þjóðin sjálf hefur kjörið, og þeirrar ríkisstjórnar, sem er í landinu á hverjum tíma, hlýtur þjóðin að líta sér til trausts og halds,“ sagði hann í innsetningarræðunni. Þó átti eftir að reyna á hlutskipti Kristjáns en á meðan hann sat sem forseti var mikið um óróa í hinum daglegu stjórnmálum á Íslandi. Kristján Eldjárn kappkostaði að halda hlutleysi sínu og setti forsætis- ráðherra aldrei stólinn fyrir dyrnar. Árið 1974 óskaði Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, eftir því að þing væri rofið og varð Kristján við því. Erfiðar stjórnarmyndanir ein- kenndu forsetatíð Kristjáns og það reyndi á hlutverk hans sem ópólitísks forseta. Hann fylgdi skýrum reglum við úthlutun stjórnarmyndunar- umboðs en eftir að alþýðuflokks- mönnum og sjálfstæðismönnum tókst ekki að mynda ríkisstjórn veitti Kristján Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalags, stjórnarmyndun- arumboð sem vakti mikla hneykslan hægrimanna í landinu. Í síðasta nýársávarpi sínu sagði hann að þrátt fyrir óvissutíma væri enginn maður ómissandi. 1968 – 1980 Kristján eldjárn Hlutleysið var öllu ofar Eftir andlát Sveins Björnssonar rann upp fyrir almenningi og stjórnmála- mönnum að senn gengju í garð fyrstu almennu forsetakosningarnar þar sem almenningur hafði lokaorðið. Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hugsuðu sér gott til glóðarinnar byrj- uðu strax að hlutast til um hver yrði verðugur arftaki Sveins. Ólafi Thors, sem þá var formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafði þótt Sveinn of íhlut- unarsamur sem forseti. Forystumenn stjórnarflokka þess tíma, Sjálfstæðisflokks og Framsókn- ar, sammæltust um að séra Bjarni Jónsson vígslubiskup yrði þeirra frambjóðandi. Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði unnið sér til frægðar að vera þing- maður Framsóknar og Alþýðuflokks, þingforseti og forsætisráðherra, lét stjórnarflokkana ekki draga úr sér kjark og lét slag standa. „Forsetaefni þjóðarinnar“ og „Fólkið velur forset- ann“ voru fyrirsagnir í stuðningsriti Ásgeirs sem hefur vafalaust haft sín áhrif enda bar hann sigurorð af Bjarna í kosningunum, þó með litlum mun. Ásgeir, sem var stuðningsmaður vestrænnar samvinnu, beitti sér gegn því að Alþýðubandalagið ætti aðild að ríkisstjórn og lýsti þeirri skoðun sinni við erlenda ráðamenn að hann væri andvígur stefnu vinstristjórnar- innar sem tók við völdum 1956 um að reka herinn af landi brott. Við stjórnarmyndun 1958 hlutaðist hann til um að Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, fengi ekki umboð til að glæða vinstri- stjórnina aftur lífi heldur greiddi Ásgeir götu þess að Viðreisnarstjórn yrði mynduð. Segja má að Ásgeir hafi verið kosinn sem forseti þjóðarinnar en á bak við tjöldin gekk hann erinda sér- stakra flokka. 1952 - 1968 ásgeir ásgeirsson Völdin á bak við tjöldin Forsetar Íslands í áranna rás Íslendingar ganga að kjörborðinu í lok júní til að kjósa forseta en Ólafur Ragnar Grímsson hefur gefið kost á sér í sjötta sinn. Hver og einn forseti hafði sínar hugmyndir um embættið og gengu þær mis- langt í að hlutast til um gang samfélagsmála á Íslandi. Hér verður farið stuttlega yfir sögu þeirra. Enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi. Ég tek nú við for- setastarfinu með óbreyttum ásetningi um að rækja störf mín samkvæmt viðurkenndum venjum nútímans í lýðfrjálsum ríkjum, þar sem þjóðhöfð- ingjavaldið er þingbundið. Það er þjóðar- nauðsyn að áhrif forsetans til samstarfs og sátta séu sem ríkust, og þá sérstaklega, þegar stjórnar- myndun stendur fyrir dyrum. Íslendingar höfðu þá brotið blað í mannkynssögunni, með því að velja konu sem forseta lands síns fyrstir allra í almennum kosningum. Í þessu umróti óvissu og mót- mæla og í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar. Stefán Rafn Sigurbjörnsson stefanrafn@frettabladid.is 2 3 . a p r í l 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r32 h e l g i n ∙ F r É t t a b l a ð i ð 2 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 1 -7 D 2 4 1 9 3 1 -7 B E 8 1 9 3 1 -7 A A C 1 9 3 1 -7 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.