Skírnir - 01.01.1965, Page 9
Skímir
Handritamálið á lokastigi
7
Hér er ætlunin að rekja nokkuð sögu handritamálsins,
einkum hina stjómmálalegu hlið þess. Þetta er ekki gert til
þess að gera lítið úr þeim stuðningsmönnum Islendinga í
handritamálinu, sem ekki eru stjómmálamenn. Islendingar
munu aldrei gleyma drengilegri baráttu lýðskólamanna og
ýmissa annarra, sem ómetanlegan þátt áttu í lausn málsins.
Þökk sé þeim öllum. Hins vegar hlaut lokaafgreiðsla málsins
að ráðast á vettvangi stjórnmála. Því verður aðgerða stjóm-
málamanna sérstaklega minnzt.
íslendingar hafa varazt að erta andstæðinga sína, og hafa
íslenzk blöð verið fremur fáorð um þeirra þátt. En að lok-
inni afgreiðslu málsins á þjóðþingi Dana þykir rétt að ræða
nokkuð aðgerðir þeirra og baráttuaðferðir.
II.
Fyrsta krafan um allsherjar handritaskil úr dönskum söfn-
um var borin fram á Alþingi 1930, og sams konar krafa var
borin fram 1938. Eftir endurreisn lýðveldisins árið 1944 eða
öllu heldur við stríðslok 1945 var málið enn borið fram af
íslands hálfu. Þetta bar þann árangur, að 1947 skipaði Dana-
stjórn nefnd sérfræðinga og stjórnmálamanna til þess að gera
tillögur um handritamálið. Þessi nefnd skilaði áliti 1951, en
var margklofin um niðurstöður. Sama ár var Sigurður Nor-
dal prófessor skipaður sendiherra Islands í Kaupmannahöfn.
Með skipun hans var handritamálið vitanlega um fram allt
haft í huga. Árið 1954 kom fram tillaga um lausn málsins
á þeim grundvelli, að handritin yrðu sameign Dana og Is-
lendinga og stofnanir i báðum löndunum ynnu að rannsókn
þeirra. Þessari hugmynd hafnaði Alþingi. Næstu ár bar mál-
ið nokkrum sinnum á góma milli íslenzkra og danskra stjóm-
málamanna. En það var í rauninni ekki fyrr en í febrúar
1961, sem verulegur skriður komst á málið, þegar Bjarne
Poulsen, þá sendiherra Dana í Reykjavík, tilkynnti Guð-
mundi I. Guðmundssyni, þá utanrikisráðherra, að Danastjórn
hugleiddi lausn handritamálsins og vildi gjarna heyra óskir
íslendinga um það efni. Sérfræðingar undir forystu próf.