Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 10
8
Halldór Halldórsson
Stirnir
Einars Ól. Sveinssonar voru fengnir til að skilgreina sjónar-
mið Islendinga og gera skrá um þau handrit, sem íslending-
ar óskuðu eftir að fá. Hér var vitanlega aðeins verið að þreifa
fyrir sér, en ekki um það að ræða, að íslendingar væru ekki
fáanlegir til að ræða málið á öðrum eða breyttum grundvelli.
1 febrúar, marz og apríl þetta ár ræddust íslenzkir og danskir
ráðherrar við um lausn handritamálsins. Af hálfu Islands
tóku þátt í þessum viðræðum þeir Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson, þá utanríkisráð-
herra, Ólafur Thors, þá forsætisráðherra, Gunnar Thorodd-
sen, þá fjármálaráðherra og Stefán Jóh. Stefánsson, þá sendi-
herra Islands í Kaupmannahöfn. Fulltrúar Dana í viðræð-
unum voru þessir ráðherrar: Jorgen Jorgensen, þá fræðslu-
málaráðherra, Viggo Kampmann, þá forsætisráðherra, Jens
Otto Krag, þá utanríkisráðherra og Julius Bomholt, þá félags-
málaráðherra. Þessum viðræðum var svo langt komið 17.
apríl, að ákveðið var að kalla saman dansk-íslenzka sérfræð-
inganefnd til þess að gera skrá um þau handrit, sem greini-
mark (kriterium) lagafrumvarps þess um handritamálið, sem
Danastjórn hafði í smíðum og síðar var lagt fram, næði til.
Það tók þessa nefnd aðeins einn dag að semja handritaskrá
í samræmi við greinimarkið. Nefndin var þannig skipuð:
Einar Ól. Sveinsson prófessor, Sigurður Nordal prófessor,
Palle Birkelund ríkisbókavörður og Peter Skautrup prófessor.
Dönsku nefndarmennirnir óskuðu aðstoðar Jóns Helgasonar
prófessors, og sat hann nokkurn hluta fundarins, sem hald-
inn var í Sendiráði Islands í Kaupmannahöfn 19. apríl. Ég
vík síðar að gildi þeirrar skrár, sem þar var samin. Næstu
daga gerðu stjórnmálafulltrúar Dana og Islendinga samnings-
uppkast um málið, og var þá ákveðið, að Flateyjarbók og
Konungsbók Sæmundar Eddu skyldu falla í hlut Islendinga,
þótt ekki fullnægðu þær skilyrðum greinimarks lagafrum-
varpsins.
Frumvarpið um handritamálið var lagt fram í danska þjóð-
þinginu 27. apríl 1961, en endanleg atkvæðagreiðsla um það
fór fram 10. júní. Var það þá samþykkt með 110 atkvæðum
gegn 39.