Skírnir - 01.01.1965, Side 11
Skímir
Handritamálið á lokastigi
9
En nú kom hastarlegt babb i bátinn. Sumir þingmenn
höfðu haldið því fram, að lögin fælu í sér eignamám, en í
dönsku stjómarskránni, 73. gr., 2. málsgrein, segir svo:
Nár et lovforslag vedrorende ekspropriation af ejen-
dom er vedtaget, kan en trediedel af folketingets med-
lemmer indenfor en frist af tre sognedage fra forslagets
endelige vedtagelse kræve, at det forst indstilles til konge-
lig stadfæstelse, nár nyvalg til folketinget har fundet
sted, og forslaget pány er vedtaget af det derefter sam-
mentrædende folketing.
Skoðanir lögfræðinga og stjórnmálamanna vom og em
skiptar um það, hvort þetta sjónarmið, að lögin feli í sér
eignarnám, fái staðizt. Danska stjórnin lýsti yfir því, að hún
teldi, að hér væri ekki um eignarnám að ræða. En allt um
það var hafizt handa að safna undirskriftum meðal þing-
manna undir forystu íhaldsþingmannsins Pouls Mollers, og
tókst að fá 61 þingmann til þessara aðgerða. Forsætisráð-
herra Dana gerði þá heyrinkunnugt, að hann myndi taka
kröfuna um frestun til greina, þótt hann féllist ekki á eign-
arnámss j ónarmiðið.
Þessi málalok vorið 1961 urðu Islendingum sár vonbrigði,
sem þeir báru þó með jafnaðargeði. Málið lá síðan að mestu
í þagnargildi þar til haustið 1964.
Þingkosningar fóru fram í Danmörku haustið 1964. Tók
þá við völdum minnihlutastjórn jafnaðarmanna undir for-
sæti Jens Ottos Krags, en fræðslumálaráðherra varð K. B.
Andersen. Hann lagði 7. október fram í danska þjóðþinginu
óbreytt handritalögin frá 1961, og fór fyrsta umræða um
þau fram 29. október.
Andstæðingar handritafrumvarpsins í Danmörku höfðu
notað tímann frá 1961 mjög rækilega. Þeir höfðu þraut-
hugsað, hvaða markmiðum þeir vildu ná og hvaða aðferðum
þeir skyldu beita til þess. Skal nú nokkru nánara að þessu
vikið.
Höfuðmarkmiðið var að knýja formælendur frumvarps-