Skírnir - 01.01.1965, Side 12
10
Halldór Halldórsson
Skírnir
ins til undanhalds. Þetta var margreynt i þingnefndinni, sem
fjallaði um málið og tæpt á ýmiss konar málamiðlun, en
allt var það óljóst. Jafnframt skyldi reynt að fá einhverja
Islendinga til einhvers konar undansláttar í málinu. Þetta
kom greinilega fram á fundi um handritamálið, sem íhalds-
stúdentar í Árósum efndu til 7. des. 1964. Samkvæmt því
sem Aarhuus Stiftstidende segja 8. des. 1964, á Aksel Larsen
að hafa farizt svo orð á fundinum:
Jeg haaher, Poul Moller og jeg ved Nordisk Raads
mode i Reykjavik i februar kan naa nærmere til en los-
ning af sagen. Vi har tid nu. Lad os benytte den til at
undersoge det hele til bunds.
Ekki fer sögum af því, að þeim félögum hafi nokkuð orðið
ágengt, er Norræna ráðið kom saman til fundar í Reykjavík.
Sem sé, andstæðingunum tókst ekki að ná þessu marki.
Ef þetta tækist ekki, voru tvær leiðir eftir. Hin fyrri var
að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. I Danmörku getur
þriðjungur þingmanna í vissum tilvikum knúið hana fram.
1 42.gr., l.málsgrein, dönsku stjómarskrárinnar segir svo:
Nár et lovforslag er vedtaget af folketinget, kan en
trediedel af folketingets medlemmer indenfor en frist af
tre sognedage fra forslagets endelige vedtagelse overfor
formanden begære folkeafstemning om lovforslaget. Re-
gæringen skal være skriftlig og underskrevet af de del-
tagende medlemmer.
I 6. málsgrein sömu greinar stjórnarskrárinnar eru talin
upp lagafrumvörp, sem undanþegin eru þessu ákvæði, og
em þeirra meðal eignarnámslög. Ætla mætti, að þeir, sem
beittu sér fyrir því 1961 að krefjast frestunar laganna á
þeim grundvelli, að lögin fælu í sér eignarnám, ættu erfitt
með 1965 að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim sökum,
að ekki væri um eignarnámslög að ræða. Og vissulega vom
þeir til, sem ekki sneru svo snældunni sinni. En aðalhvata-
maður kröfunnar um frestun 1961, Poul Moller, gerðist
frumkvöðull þess 1965, að farið væri fram á þjóðaratkvæða-
greiðslu.
En einnig þessi atlaga mistókst. Kröfuna undirrituðu 57