Skírnir - 01.01.1965, Page 13
Skirnir Handritamálið á lokastigi 11
þingmenn, en til þess að knýja hana fram þurfti að minnsta
kosti 60 þingmenn.
Þriðji kosturinn, sem andstæðingarnir höfðu, var máls-
höfðun. Árnanefnd sendi út fréttatilkynningu 15. maí 1965,
undirritaða af formanni nefndarinnar, Chr. Westergaard-
Nielsen, sem hljóðaði á þessa leið, samkv. Aktuelt 16. maí:
Den arnamagnæanske kommission heklager, at under-
visningsministeren og folketingsudvalget ikke har villet
tage hensyn til de synspunkter, kommissionen som an-
svarlig bestyrelse for den arnamagnæanske stiftelse har
ment sig befojet til at fremsætte, og som har fundet fuld
stotte hos den samlede danske sagkundskab og dansk vi-
denskab.
Kommissionen, der iflg. fundatsen har en klar pligt til
at forvalte stiftelsen pá en sádan máde, at retsreglerne
respekteres, har pá et mode enstemmigt vedtaget — der-
som udleveringsloven vedtages — at soge dens grundlovs-
mæssighed provet ved domstolene. Professor, dr. phil.
Jon Helgason, der er medlem af kommissionen, deltog
efter eget onske ikke i modet.
Kommissionen har ligeledes enstemmigt vedtaget at
anmode hrs. G. L. Christrup om i givet fald at fore sagen.
Hojesteretsagforeren har givet sit tilsagn.
Allt gekk þetta eftir. Lögin voru samþykkt 19. maí, eins
og áður er sagt, og undirrituð af konungi 26. maí. Nokkru
síðar var málið, sem Árnanefnd boðaði í fréttatilkynningu
sinni, höfðað fyrir Eystra Landsrétti og gengur vafalaust
þaðan til Hæstaréttar.
Þá vik ég lítillega að baráttuaðferðum andstæðinga hand-
ritalaganna. Eitt aðalatriði þeirra var skipulagning æsifrétta.
Berlingske Aftenavis var höfuðmálgagn þeirra, og sérstakur
ritstjóri við það blað, Dan Larsen, var látinn einbeita sér að
fréttaöflun um málið og setja þær þannig fram og koma
þeim þannig fyrir, að þær hefðu sem mest áróðursgildi. Her-
ferð blaðsins minnti á harðasta áróður við Alþingiskosningar
á íslandi. Fólk hefði jafnvel af stærð fyrirsagnanna getað
látið sér til hugar koma, að kjarnorkustyrjöld væri skollin á.