Skírnir - 01.01.1965, Síða 14
12
Halldór Halldórsson
Skírnir
Þá sferifuðu einstakir menn, sem talið var, að mark yrði
tekið á, um málið. Geystast í þeim flokki reið formaður Árna-
nefndar, prófessor Chr. Westergaard-Nielsen. Þáttur hans í
málinu er kapítuli út af fyrir sig, sem væri efni í margar
greinir. Hér eru því engin tök á að rekja hann til nokkurrar
hlítar. Verður því vikið að fáu einu. Þess má geta, að pró-
fessorarnir Sigurður Nordal og Einar Ól. Sveinsson neyddust
til að hera til haka ósannindi, sem hann hafði um þá skrifað.
Próf. Hreinn Benediktsson, þá forseti Heimspekideildar Há-
skóla Islands, fann sig knúinn til að leiðrétta herfilegar mis-
sagnir um deildina, sem Westergaard-Nielsen hafði í nafni
Árósaháskóla sent þingnefndinni, sem fjallaði um handrita-
málið í þjóðþinginu.
En mörgu af því, sem Chr. Westergaard-Nielsen lét frá sér
fara, var ekki mótmælt af Islendinga hálfu. Ég skal aðeins
minnast á tvennt. Á áðurnefndum fundi íhaldsstúdenta í
Árósum kvað hann samkvæmt Aarhuus Stiftstidende 8. des.,
hafa sagt eftirfarandi um íslenzku handritin, að því er virt-
ist sérstaklega um verk Snorra:
Alt hvad man verden over ved om denne nordeuropæ-
iske kulturskat, skyldes dansk forskning.
Auðvitað er Island í Norður-Evrópu, svo að til sanns veg-
ar má færa, að íslenzkar bókmenntir séu norðurevrópskar.
En þá mundi eins mega tala um norðurevrópska menningu
í stað danskrar menningar. Og þá yrði líka óþarfi að tala
um Plató og Sókrates sem gríska heimspekinga. Þeir yrðu
einfaldlega suðurevrópskir. Sé það fjarri mér að gera litið
úr dönskum rannsóknum á íslenzkum fræðum. Islendingar
meta þær mikils og eru þakklátir fyrir þær. En er ekki full-
sterkt að orði kveðið að segja, að allt, sem menn vita um
handritin eða sérstaklega verk Snorra í heiminum, sé að
þakka dönskum rannsóknum?
Á fundi, sem haldinn var í Nordisk Landboskole 24. febr-
úar 1965, á Chr. Westergaard-Nielsen að hafa haldið því
fram, að ef íslendingar fengju handritin, myndu þeir krefj-
ast meira, og látið að því liggja, að þeir myndu heimta Græn-