Skírnir - 01.01.1965, Side 15
Skírnir
Handritamálið á lokastigi
13
land. Samkvæmt Fyns Tidende 25. febrúar á Westergaard-
Nielsen að hafa komizt svo að orði:
Der er allerede paa Island en aktion i gang for at faa
Gronland. Nogle politikere siger, at det ikke passer; men
jeg, der kender islændere, véd, at det passer.
Málafærsla af þessu tagi orkar að vísu hlægilega á Islend-
inga, en hún sýnir, að allt skyldi nota, sem hægt var, til
þess að skapa andúð á íslendingum og málstað þeirra. Margt
fleira mætti tína til úr skrifum Westergaards-Nielsens, en
hér gefst ekki rúm til þess. En allt er þetta geymt.
Haustið 1964 var sett á laggirnar nefnd, sem kallaðist
Hándskriftkomiteen af 1964. Formaður nefndarinnar var
prof. emeritus Johannes Brondum-Nielsen. Nefndin hefir
sennilega skipulagt áróður andstæðinganna í handritamálinu
að verulegu leyti. Á hennar vegum kom út bæklingurinn
Fakta om de islandske hándskrifter. Þetta er til þess að gera
meinleysislegt kver, sem þó geymir mjög villandi fræðslu.
Villur voru flestar leiðréttar og áróðri hnekkt í grein, sem
próf. Einar Ól. Sveinsson ritaði um bæklinginn. Var útdrátt-
ur úr grein hans birtur í ýmsum dönskum blöðum.
Þá var með fundahöldum reynt að efna til æsinga um
málið. Sögulegastur þessara funda var stúdentafundurinn,
sem haldinn var í Kaupmannahöfn seint í október 1964 og
var af fundarboðendum nefndur „Handalögmál um hand-
ritin“. Þótt þessi nafngift væri gerð í gamni, lá við, að hún
reyndist réttnefni, svo mikill var ofsi andstæðinga handrita-
skila. Fundahöldin hafa sennilega verið skipulögð í tvenns
konar tilgangi. Fundarboðendur hafa talið, að þeir gætu með
því að skapa sterkt almenningsálit gegn afhendingu haft
óbein áhrif á afstöðu þingmanna. 1 öðru lagi hafa þeir ætl-
að sér — ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi — að undirbúa
jarðveginn, svo að hægara væri um vik síðar.
í ársbyrjun 1965 efndu nokkrar stofnanir í Danmörku til
sýningar íslenzkra handrita, fyrst i Kaupmannahöfn og síð-
ar í ýmsum öðrum dönskum bæjum. Þótt hlutleysisblæja
væri breidd yfir þessa sýningu, var hún auðvitað haldin í