Skírnir - 01.01.1965, Side 16
14
Halldór Halldórsson
Skírnir
áróðurs skyni. Hér var sama á ferðinni og með fundahöldin, til-
raun til að skapa sterkt almenningsálit gegn handritaskilum.
Þá má ekki gleyma því, að Poul Moller gaf út hók um
handritamálið, sem hann nefndi De islandske handskrifter
i dokumentarisk belysning. Það er vitaskuld virðingarvert,
að stjórnmálamenn afli sér gagna um þau mál, sem þeir
þurfa að taka afstöðu til. En hitt verður að meta til skorts
á sjálfsrýni að gefa út bækur um efni, sem menn hafa engin
tök á að geta kannað sæmilega. Poul Moller er ekki læs á
íslenzku, en saga handritamálsins hefir einmitt verið hetur
og nákvæmar skráð á því máli en dönsku, eins og raunar er
mjög eðlilegt. Tvær íslenzkar heimildir um þetta efni hefði
höfundur nauðsynlega þurft að kynna sér. Á ég þar við hók
próf. Einars Öl. Sveinssonar, Handritamálið, Rvk. 1959, og
ritgerð dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, IlandritamáliS, sem birtist
í Áfanga I, 1, Rvk. 1961. Rók Mollers dæmdi ég í Vísi 29.
og 30. jan. 1965 og tíndi þar til fjölmargar villur úr bókinni.
Vitaskuld gat ég aðeins tekið sýnishorn af þeim villugrúa,
sem þarna var að finna, ella hefði dómur minn orðið alltof
langur. Chr. Westergaard-Nielsen segir hins vegar mn bók-
ina: „Af egentlige fejl er anmelderen kun blevet opmærk-
som paa forbavsende faa“. Síðan leiðréttir hann tvær villur
—- önnur leiðréttingin er raunar ekki alls kostar rétt — og
talar að því búnu um „disse og andre smaafejl“ (Fyens
Stiftstidende 14. jan. 1965). Ef hér er af heilu mælt, mætti
prófessor Westergaard-Nielsen að ósekju auka sína þekking
á fræðunum, svo að hann skaraði dálitlu meira fram úr
Moller þingmanni.
Svo virtist sem andstæðingar handritamálsins reyndu að
afla sér fylgis annars staðar á Norðurlöndum, en varð ekki
mikið ágengt. Yfirleitt litu menn réttilega svo á, að hér væri
um að ræða mál, sem Dönum og íslendingum kæmi einum
við. Þó voru frá þessu nokkrar undantekningar.
Sviar létu málið afskiptalaust. Vart er vert að geta þess,
að tveir, ungir, ekki alltof dómvarir menn þar í landi reyndu
að æsa almenningsálitið gegn afhendingu. En þeim varð
ekki kápan úr því klæðinu, því að þeir fengu maklega hirt-