Skírnir - 01.01.1965, Page 17
Skírnir
Handritamálið á lokastigi
15
ingu hjá Peter Hallberg, dósent í Gautaborg, sem bæði vissi
margfalt meira og vildi miklu betur en þeir.
Afstaða Norðmanna var yfirleitt vinsamleg. Þó hljóp nokk-
ur snurða á þráðinn af völdum tveggja norskra prófessora,
sem áður hafa verið fslendingum mjög vinsamlegir. Eyvind
Fjeld Halvorsen, prófessor í Ósló, tók til máls á stúdenta-
fundinum í Kaupmannahöfn í október 1964. Blaðafregnir
um ummæli hans voru óljósar, en óhætt er að fullyrða, að
hann skipaði sér í sveit með andstæðingum okkar. Svo virð-
ist sem Helge Sivertsen, menntamálaráðherra Norðmanna,
sem í þessu máli sem öðrum hefir verið íslendingum góðvilj-
aður, hafi falið Fjeld Halvorsen og Ludvig Holm-Olsen,
rektor Björgvinjarháskóla, að semja álitsgerð um skrár þær,
sem birtust i Berlingske Aftenavis 5. nóv. og 14. nóv. 1964,
hinar svo nefndu „leyniskrár“. Að minnsta kosti sömdu þeir
slíka greinargerð og afhentu norska menntamálaráðuneytinu.
En fyrstu fregnir um þetta bárust ekki til íslands frá Noregi,
heldur úr dönskum blöðum. f Berlingske Tidende 8. maí
1965 er frá þvi skýrt, að fyrr greindir norskir prófessorar
hafi sent formanni dönsku þingnefndarinnar, sem um hand-
ritamálið fjallaði, Poul Nilsson, greinargerð sína og efni
hennar síðan rakið. Hvernig blöðin hafa komizt yfir greinar-
gerðina, skal ósagt látið, en ólíklegt er, að formaður þing-
nefndarinnar hafi sent þeim hana. Ef það er rétt — eins og
sterkar líkur benda til — að greinargerðin sé samin fyrir
norska menntamálaráðuneytið, eru það vægast sagt óvenju-
legar aðfarir að senda hana til annars lands og stuðla að því
að gera hana að æsingamáli í blöðum þar. Slikt þættu að
minnsta kosti ekki góðir siðir í ýmsum öðrum löndum, þar
sem litið er á greinargerðir sem einkamál milli þeirra, sem
semja, og þess, sem samið er fyrir. Norski menntamálaráð-
herrann leit ekki svo á, að greinargerð norsku prófessoranna
ætti að skaða málstað fslendinga í handritamálinu. Honum
fórust svo orð í viðtali við NTB 11. maí:
Den utredning om hándskriftspörgsmál som to norske
professorer har levert til det norske kirke- og undervis-
ningsdepartment, er tenkt som en sakkyndig utredning