Skírnir - 01.01.1965, Page 18
16
Halldór Halldórsson
Skírnir
til hjelp for det videre arheid nár loven er vedtatt. Det
gjelder da det vitenskapelige spörgsmál om hvilke hánd-
skrifter som fyller de betingelser loven fastsetter.
Það er óhugsandi, að ráðherrann geti sagt, hvernig grein-
argerðin sé hugsuð, nema hann eigi þátt í, að hún var sam-
in. En af þessum ummælum hans sést, að hann vill hafa
gögn í höndum, þegar til kæmi að skipta handritunum sam-
kvæmt greinimarki laganna. Hins vegar er honum engan
veginn í mun að leggja stein í götu Islendinga. Hann ber
áreiðanlega enga ábyrgð á því, að greinargerðin var gerð að
æsingamáli í dönskum blöðum.
Þess er vart að vænta, að fslendingar verði norsku prófess-
orunum þakklátir fyrir aðfarir þeirra í þessu máli. En skylt
er að geta þess, að margir Norðmenn reyndust fslendingum
drengir góðir sem endranær.
Einn lokaþátturinn í opinberum umræðum um handrita-
lögin fór fram í danska sjónvarpinu 15. maí 1965. Þar átt-
ust við þeir Poul Moller þjóðþingsmaður og Jens Otto Krag
forsætisráðherra. Þar kom fram, að Poul Moller hafði breytt
afstöðu frá 1961 og vildi nú krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann hvatti danska kjósendur til að senda þjóðþingsmönn-
um álit sitt, áður en þriðja umræða um handritafrumvarpið
færi fram (sbr. Berlingske Tidende 16. maí). Nokkuð barst
af mótmælum gegn samþykkt frumvarpsins, þó einkum frá
íhaldskjósendum.
Áður en þetta gerðist —- eða nánara tilgreint 12. maí 1965
— hafði önnur umræða um handritafrumvarpið farið fram
á þjóðþingi Dana. Við umræðuna kom fram svo látandi dag-
skrártillaga frá Poul Moller:
Med det formál at tilvejebringe den bredest mulige
tilslutning i Folketinget og blandt danske videnskabs-
mænd og humanister til en varig ordning imellem Dan-
mark og Island vedrorende den arnamagnæanske Sam-
ling opfordrer tinget det nedsatte udvalg til at gennem-
fore de for dette formál fornodne forhandlinger, even-
tuelt igennem nedsættelse af et underudvalg, der ogsá
vil kunne drofte sagen med islandske parlamentikere.