Skírnir - 01.01.1965, Page 23
Skírnir
Handritamálið á lokastigi
21
Selv om den ved loven gennemforte deling og overfor-
slen af en passende del af legatkapitalen kunne anses
som et ekspropriationsindgreb, er loven desuagtet gyldig
i sin helhed. Gyldigheden kan ikke anfægtes ved et an-
bringende om, at loven ikke er krævet af almenvellet,
og stiftelsen har ikke lidt et tab, der berettiger til erstat-
ning. Havdes krav pá erstatning, kunne den omstændig-
hed, at loven ingen erstatningsbestemmelse indeholder,
endelig ikke medfore ugyldighed af nogen del af loven.
Kobenhavn, den 16. august 1965.
Med ærbodighed.
sign. Poul Schmith.
Krafan um ógildingu handritalaganna, sem er kjarni mála-
ferla þeirra, sem nú hefir verið lýst, kom nokkuð á óvart.
Svo er nefnilega mál með vexti, að flestir andstæðingar lag-
anna höfðu sagzt vilja afhenda Islendingum nokkurn hluta
handritanna úr Árnasafni, meira að segja var formaður Árna-
nefndar, Chr. Westergaard-Nielsen, því ekki fráhverfur 1961.
Hins vegar töldu þessir menn of langt gengið í frumvarpi
dönsku ríkisstjórnarinnar. Deilan stóð þannig um stærð af-
hendingarinnar, en ekki um það, hvort einhver afhending
skyldi fara fram. En ef lögin eru í ósamræmi við stjórnar-
skrána, skiptir hins vegar stærð afhendingarinnar ekki máli.
Ef ólöglegt er að fela Háskóla Islands vörzlu t. d. 2000 hand-
rita, þá er jafnólöglegt að fela honum vörzlu t. d. 1000 hand-
rita. Aut est, aut non est, tertium non datur.
Það getur skipt miklu fyrir úrslit málsins, að hve miklu
leyti talið er leyfilegt að breyta ákvæðum í erfðaskrám. Nú
er stofnskrá Ámasafns frá 1760 að vísu ekki hið sama og
erfðaskrá Árna Magnússonar frá 1730. Meira að segja er
stofnskráin í verulegum atriðum ósamhljóða erfðaskránni.
Þá ber þess að geta, að erfðaskrá Árna Magnússonar er ekki
til í frumriti, og svo að varlega sé til orða tekið, er ýmislegt
ekki fullljóst um tilurð þessa plaggs, meira að segja óvist að
hve miklu leyti Árni hefir samið það sjálfur. Hvort þetta
verður tekið fyrir í málaferlunum, skal ósagt látið.