Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 24
22
Halldór Halldórsson
Skírnir
Merkasti lögfræðingur Dana á 19. öld, A. S. 0rsted (f.
1778, d. 1860), sem talinn er hafa lagt grundvöllinn að vís-
indalegri lögfræði Dana á síðari tímum, taldi, að erfðaskrám
mætti breyta að vissu, takmörkuðu leyti. Sú var skoðun hans,
að ef upp risi deila milli ríkisstjórnarinnar og Ámanefndar,
hlyti ríkisstjórnin að ráða.
Prófessor Alf Ross hefir haldið því fram í Ugeskrift for
Retsvæsen (Afdeling B: Juridiske afhandlinger, meddelelser
m. m., bls. 75—92), að í rauninni eigi Hafnarháskóli ekki
Ámasafn. Hann hafi ekki ráðstöfunarrétt á því, geti t. d.
ekki selt það eða ráðstafað því upp í skuldir, skólinn hafi
ekki neinn einkarétt til afnota af því — í rauninni sé eng-
inn eigandi safnsins. Um slíka stofnun geti því reglur um
eignarnám ekki komið til greina. Niðurstaða hans er sú, að
ríkisstjórnin geti breytt stofnskránni og gert hverja þá skip-
un á safninu, sem hún vilji, án samþykkis Ámanefndar eða
Hafnarháskóla. Hins vegar taldi hann hyggilegra, að leitað
væri til löggjafarvaldsins, ef fyrirhugað væri að breyta stofn-
skránni. Þessi grein próf. Ross var rituð frá hreinu lögfræði-
legu sjónarmiði án samúðar með eða andúðar á óskum Is-
lendinga. Próf. Ross ritaði aðra grein um sama málefni í
sama rit í maí 1961, og segir þar um eignarrétt á legati Árna
Magnússonar, að það sé „af en sádan speciel art at den ikke
er beskyttet i henhold til reglerne i gmndlovens § 73 om
tvungen afstáelse af ejendomsret (ekspropriation)“ (bls. 171).
Því ber hins vegar ekki að neita, að ýmsir aðrir merkir
danskir lögfræðingar hafa haldið hinu gagnstæða fram, þ. e.
að ákvæði handritalaganna heyri undir ákvæði § 73 í stjórn-
arskránni um eignarnám.
Danska stjórnin mun ekki vera í neinum vafa um, að hún
vinni málið fyrir Hæstarétti. Hér skal engu um það spáð,
en íslendingar munu vona það í lengstu lög. En engum mun
dyljast það, að það væri stóráfall fyrir danskt lýðræði, ef
Hæstiréttur Dana ógilti lög, sem þjóðþingið hefir samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, þar á meðal samþykkt
af foringjum fjögurra danskra stjómmálaflokka.