Skírnir - 01.01.1965, Side 25
Skírnir
Handritamálið á lokastigi
23
IV.
Enda þótt málaferlunum um handritalögin Ijúki dönsku
stjórninni og íslendingum í vil, er málinu þar með ekki lokið.
I 3. gr. handritalaganna (sbr. bls. 6 hér að framan) eru
ákvaeði þess efnis, að tveir fulltrúar Hafnarháskóla og tveir
fulltrúar, tilnefndir af Háskóla Islands, skuli leggja fram til-
lögur um það, hver handrit og skjöl skuli afhent Háskóla
Islands í samræmi við greinimark (kriterium) laganna.
Þessar tillögur skulu síðan lagðar fyrir forsætisráðherra Dana,
sem í samráði við fræðslumálaráðherra Dana og menntamála-
ráðherra Islands tekur lokaákvörðun um málið.
Aðalgreinimark laganna felst í l.gr. þeirra, 3. málsgrein,
þar sem skilgreint er, hvað felst í orðunum „islandsk kultur-
eje“. Tvö atriði vega þar mest, og þeim verður báðum að
fullnægja:
1) Menn verða að vita eða geta ályktað með allmiklu ör-
yggi, að verkið sé samið eða þýtt af Islendingi.
2) Verkið verður jafnframt að efni til einvörðungu eða
yfirgnæfandi að varða Island og íslenzka hætti (,,forhold“)
eða heyra til skáldbókmenntum síðmiðalda.
Áður en íslendingar samþykktu þetta óljósa greinimark,
hafði sérfræðinganefnd Dana og íslendinga gert skrár í sam-
ræmi við það. A þær skrár verSur aS líta sem grundvöll
samkomulags Dana og íslendinga um máliS. Mikill úlfaþyt-
ur varð um þessar skrár á síðast liðnum vetri. Sumt af því,
sem í gagnrýni á skránum kom fram, stafaði af því, að 1961
voru aldrei bornar saman skrár dönsku og íslenzku fulltrú-
anna, og höfðu villur slæðzt inn í hina dönsku gerð þeirra.
Um þetta atriði skal ég ekki fjölyrða. Það verður vafalaust
leiðrétt á sínum tíma. En ekki verður hjá því komizt að ræða,
að bæði í Danmörku og Noregi hafa komið fram raddir um
aðra túlkun á greinimarkinu en þá, sem dansk-íslenzka sér-
fræðinganefndin hlýtur að hafa haft að leiðarljósi við samn-
ingu skránna. Þetta varðar einkum þýddar bókmenntir, ekki
sízt kristilegar.
Með öruggri vissu má segja, að meginhluti handrita af