Skírnir - 01.01.1965, Page 26
24
Halldór Halldórsson
Skírnir
hinum fornu kristilegu bókmenntum er íslenzkur. Handritin
bera yfirgnæfandi íslenzk málseinkenni, og af þessum ein-
kennum má ráða, hvort handritið er skrifað af Norðmanni
eða fslendingi. Um þetta er yfirleitt ekki deilt. Hins vegar
koma fyrir norsk einkenni (,,norvagismar“) í ýmsum þess-
ara handrita. Slík einkenni koma einnig fyrir í handritum,
sem engan veginn geta verið runnin frá norskum forritum.
Þessi norsku einkenni má skýra með ýmsum hætti. Það er
aðeins einn af mörgum möguleikum, að handritið eigi rætur
að rekja til norsks forrits. Dönsk einkenni („danisma“,
dönskuslettur) má finna í mörgum íslenzkum hókum frá
síðari öldum, sem alkunnugt er, að stafa ekki frá dönsku
forriti, heldur eru frumsamdar á íslenzku. Þá er og kunnugt
um íslenzk einkenni í handritum, sem enginn efar, að séu
norsk. Þeir, sem hin norskuskotnu, íslenzku handrit skrif-
uðu, kunna að hafa verið í Noregi, lesið norsk rit eða á ann-
an hátt orðið fyrir norskum málsáhrifum. Auk þess er eng-
an veginn víst, að allt það, sem talið hefir verið norsk ein-
kenni, sé það í raun og veru. Þótt margt sé kunnugt um ís-
lenzkt mál frá þessum tíma, kann ýmislegt af því, sem tal-
ið hefir verið norsk einkenni, að hafa verið til sem stað-
bundin fyrirbæri í íslenzku. Þannig er sýnt, að forritakenn-
ingin stendur höllum fæti. Kenning, sem svo veikum stoðum
verður rennt undir, getur ekki hnekkt því, að rit, sem að-
eins er til í íslenzku handriti með yfirgnæfandi íslenzkum
málseinkennum „med betydelig sikkerhed má antages at
være forfattet af eller oversat af en islænding“. Þetta eitt
nægir til þess að sýna, að hin fomu íslenzku handrit af kristi-
legum bókmenntum fullnægja fyrra skilyrði greinimarksins,
enda hefir í fyrri tillögum Dana um málið verið gert ráð
fyrir, að þessi handrit fæm til fslands.
Allt um þetta skulum við gera ráð fyrir, að svo kunni að
vera, að einhver hinna fornu kristilegu, íslenzku handrita
eigi rætur í norsku forriti. En þá mætti spyrja: Hve miklar
breytingar hefir hinn íslenzki skrifari gert frá forriti sínu?
öruggt er, að hann hefir gert málbreytingar, úr því að mál-
ið er yfirgnæfandi íslenzkt. Hér er þvi að minnsta kosti um