Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 27
Skírnir
Handritamálið á lokastigi
25
yfirfærslu úr einu máli í annað að ræða. Peter Skautrup,
prófessor í Árósum, virðist líta svo á, að Stjóm sé íslenzk
þýðing úr norsku. Raunar er engan veginn víst, að öll Stjóm
sé upphaflega þýdd af Norðmanni, þótt öruggt sé, að fyrsti
hlutinn er það. Skautrup vitnar fyrst til höfuðformælanda
forritakenningarinnar, próf. D. A. Seip, sem segir, að Stjórn-
arhandritin séu varðveitt „i islandsk sprákform med flere
norvagismer“, Síðan heldur Skautrup áfram: „Vi har altsá
her ganske samme forhold som ved adskillige andre tekster,
overleveret i et andet land og med et andet sprog end op-
havslandets“. Síðan tekur hann dæmi um sænska texta, sem
þýddir hafa verið á dönsku og í eru sænsk málseinkenni
(,,svecismer“), „men man vil formentlig ikke af den gmnd
hævde, at disse hándskrifter ikke indeholder tekster, der kan
betegnes som dansk kultureje“. (Berlingske Aftenavis 17. des.
1964). Ef þetta athyglisverða sjónarmið próf Skautmps er
rétt, að því er varðar Stjórn, gildir það í enn ríkara mæli
um önnur íslenzk kristileg handrit, með því að það er þó
kunnugt, að fyrsti hluti Stjórnar er norskur að uppruna, en
norskur uppruni annarra kristilegra handrita er mjög óvis,
er reistur á mjög vafasamri kenningu, eins og rakið hefir
verið. Og í greinimarki laganna er ekkert ákvæði um það,
að öðruvísi skuli farið með þýðingar úr norsku en t. d. lat-
ínu eða ensku.
Norsku prófessorarnir Eyvind Fjeld Halvorsen og Ludvig
Holm-Olsen telja sum kristilegu ritanna íslenzka „hearhei-
delse“. Það orð merkir nánast umsamning. Það felur í sér,
að skrifarinn kunni að hafa fellt hurt, skotið inn í og endur-
samið. Ef þetta sjónarmið er rétt, hefir íslenzki skrifarinn
að vísu stuðzt við rit, en samið það um, ekki aðeins fært það
úr einu máli á annað, heldur lagt töluvert sjálfur af mörk-
um um efnismeðferð. Ótvírætt mundi slík yfirfærsla auk
nokkurrar endursamningar heyra undir greinimarkið.
Þannig her allt að sama brunni. Fram hjá þvi verður ekki
komizt, að hin fornu íslenzku kristilegu handrit fullnægja
fyrra skilyrði greinimarksins.
Ég kem þá að síðara skilyrði greinimarksins. f danska