Skírnir - 01.01.1965, Page 28
26
Halldór Halldórsson
Skírnir
textanum er þar notað orðið „forhold“ (sbr. bls. 6 hér að
framan). Ég hefi þýtt þetta orð með „hættir“. fslenzka og
danska orðið hafa að vísu ekki sömu merkingu í öllum sam-
böndum, enda sjaldnast, að fundin verði orð, þegar þýtt er
úr einu máli í annað, sem svo stendur á um. En því valdi
ég orðið „hættir“, að „forhold" nær einnig til þess, sem á
dönsku er nefnt „kulturelle forhold", þ. e. menningarhættir,
og ætla má, að hér sé einkum við það átt. En varða þá ekki
fornar kristilegar bókmenntir íslenzka menningarhætti? Því,
hygg ég, verði erfitt að neita. Fátt mun á fyrri öldum hafa
varðað meira daglegt líf fólksins en kirkjan og hennar kenn-
ing auk bókmenntalegra og mállegra áhrifa, sem frá henni
eru runnin. Og margt fleira mætti telja, sem varðar þátt
kirkjunnar í íslenzkri menningu. Og hið sama gildir um
aðrar þýddar bókmenntir, þótt hér verði ekki rakið.
íslendingar vænta þess, að handritaskilin fari fram með
friðsamlegum hætti. Sérfræðinganefndin frá 1961 vann
ómetanlegt verk, og vandfundin munu verða þau rök, sem
geta breytt skrám þeim, sem hún gerði, í nokkrum veruleg-
um atriðum.
(SamiS í september 1965).