Skírnir - 01.01.1965, Side 29
ASLAK LIEST0L:
KÚNAVÍSUR FRÁ BJÖRGVIN.
Snemma sumars 1955 gól haninn rauði enn á ný yfir
Bryggjunni í Björgvin. Slíkt hafði ekki gerzt síðustu 250 ár-
in, en að því er við bezt vitum, var þetta áttundi bruninn,
sem hrjáð hefur byggðina norðaustanmegin við Voginn. Hin-
ir brunarnir voru 1170 (eða 1172), 1198, 1248, 1332, 1413,
1476 og 1702. Alltaf var sléttað úr brunarústunum og bær-
inn endurreistur á þeim. Bæjarstæðið hefur því hækkað
smám saman, en það er einkennandi fyrir Björgvin, að bær-
inn hefur einnig smátt og smátt vaxið fram í Voginn, enda
er þar aðgrunnt. Bryggjubrúnin hefur verið færð lengra og
lengra fram, til þess að fá meira svigrúm til húsbygginga
og um leið meira dýpi við bryggjurnar. Af þessu leiðir, að
hér liggja lárétt mannvistarlög hvert ofan á öðru, með til-
heyrandi bryggjubrúnum hverri framan við aðra. Þessi lög
og bryggjubrúnir er svo hægt að timasetja með býsna mikilli
vissu. Það, sem liggur milli tveggja brunalaga, hlýtur að
hafa borizt þangað á tímabilinu milli brunanna. Þegar all-
langur timi hefur liðið milli bruna, er stundum hægt að
greina nýjar byggingar, endurbætur á húsum o. s. frv., en
af slíku má ráða í enn nákvæmar sundurgreinda tímasetn-
ingu. Þessir miklu möguleikar til öruggrar tímasetningar eru
sérstakt gleðiefni þeim, sem eiga að fjalla um hið gífurlega
magn byggingaleifa og alls konar hluta, er sýna verzlunar-
sambönd og daglegt líf í Björgvin allar miðaldir að kalla,
eða frá um 1150 og þaðan í frá. Þegar hafa fundizt um
300.000 hlutir við uppgröftinn, og meðal þeirra eru um 500
rúnaristur, sem hægt er að tímasetja eins og aðra muni.
Menn segja ef til vill, að risturnar geti verið eldri en forn-
leifalögin, sem þær finnast í, og slikt er vitanlega vel hugs-