Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 32
30
Aslak Liestel
Skírnir
ÓSinn á jarla,
þá er í val falla,
en Þórr á þræla kyn.
Með öruggri vissu má segja, að í áletruninni sé greinileg
Edduhefð, en annað mál er, hvaða dóm skal leggja á hana
að öðru leyti. Að formi til og jafnvel efni mætti þetta virð-
ast vera töfrarista, en ég get ekki komið auga á neina skyn-
samlega skýringu á þeim andstæðum, sem í textanum virð-
ast vera, ef við eigum að telja hann óskertan, eins og hann
er. Á þessu stigi máls vil ég því láta sem fæst orð falla um
þetta efni.
Við víkjum þá að næstu ristu, og þar er ekki heldur til
fagnaðar að flasa. Hún er frá seinni hluta 13. aldar, með
öðrum orðum nokkurn veginn frá sama tíma og Konungs-
bók (Codex Regius) Sæmundar-Eddu. f langri, en hörmu-
lega útleikinni áletrun getur að lesa brot af kvæði undir
ljóðahætti. Þetta er fyrsta dæmið um þennan bragarhátt
annars staðar en á vestumorrænum bókum. Því ömur-
legra er, að aðeins hafa varðveitzt tveir þunnir flaskar úr
þessu rúnakefli, sem upprunalega hefur verið um 21 sm að
lengd og 2X2 sm í þvermál (2. mynd). Keflið hefur ver-
ið eyðilagt þegar á miðöldum, klofið með hnífi að endilöngu
og þar að auki brotið. Meira að segja er annar flaskinn skor-
inn um þvert í annan endann. Um það bil þriðjungur sjálfr-
ar ristunnar hefur þó varðveitzt. Á hlið a lesum við 86 rún-
ir, en rúm hefur getað verið fyrir 40—50 á þeim kafla, sem
vantar framan við. Hlið b er verr leikin. Þar sjást leifar af
89 rúnum, en þær eru allar skaddaðar, og ekkert verður
lesið með vissu. Auk þess vantar um 30 rúnir framan við.
Á hlið d, sem einnig er mjög óheil, eru merki eftir 23 rúnir,
en þær líta út fyrir að vera ristar með annarri hendi og
geyma sennilega ekki hluta af kvæðinu. Af fjórðu hliðinni,
(c), hefur ekkert varðveitzt. Það, sem hægt er að lesa, er senni-
lega endir eða síðasta ljóðlína vísu og fimm ljóðlínur hinnar
næstu. Þær 250 rúnir, sem upprunalega hafa verið á rist-
unni að minnsta kosti, hefðu að réttu lagi átt að geyma þrjár
ljóðaháttarvísur, eina framan við og aðra aftan við þá, sem