Skírnir - 01.01.1965, Síða 34
32
Aslak Liestel
Skirnir
um sameiginlega fyrirmynd sé að ræða, ef til vill í glötuðu
Eddukvæði. Gætum við t. d. hugsað okkur kvæði undir ljóða-
hætti um sama efni og Hamðismál, kvæði, sem ekki gæti
kallazt Hamðismál in fornu? Kvæði, sem við hefðum annars
aðeins eina vísu úr, nefnilega Hamðismál 29:
Ekki hygg ek okkr vera
ulfa dœmi,
at vit mynim sjalfir um sakask,
sem grey norna,
þau er grgðug eru
í auSn um alin.l)
Hvað sem öðru líður, eru tiltekin ytri líkindi milli visn-
anna tveggja, t. d. sögnin að saka, sem reyndar kemur fyrir
í samtölum, þar sem þátttakendur „sakast sáryrðum“. En
látum þetta liggja milli hluta, það verður hvort eð er aldrei
annað en bollaleggingar.
Frá sama tíma eða lokum 13. aldar er dálítil galdraþula,
sem er reyndar strangt tekið ekki undir neinum tilteknum
Edduhætti, en þó í bundnu máli. Hún er alveg óskert og
tiltölulega auðskilin, þótt ég hafi áður lesið hana rangt (3.
mynd):
imistæinhæiltialdriröykrriuki :aldrisæyþirsoþne:
utyl :innkylimistæinhæitti:
Imi stein heitti!
Aldri reykr rfúki!
Aldri seySir soSni!
út yl,
inn kyl!
tmi stein heitti!
Textinn er vafalaust meini blandinn, en fjallar þó ekki
um annað alvarlegra en kyndingu og matseld. Allt skal öf-
ugt ganga þeim manngarmi, sem særingunni er stefnt að.
Hann skal ekki koma eldinum til, og seyðirinn skal ekki
verða nógu heitur. Hitinn skal út, en kuldinn inn. Að því
*) Sbr. Einar Öl. Sveinsson: Islenzkar bókmenntir í fornöld I, bls. 401.