Skírnir - 01.01.1965, Side 35
Skírnir
Rúnavísur frá Björgvin
33
er bezt verður séð, á einhver ími að koma þessu til leiðar
með því að hita stein. Þessi upphitun steina víkur sennilega
að fornri matseld. Heitir steinar, soðsteinar, voru t. d. látnir
í ker með því, sem sjóða skyldi. Seyðirinn var svipaðs eðlis,
en þá var ekki notað vatn og kerald. Grafin var dálítil gryfja
í jörð, bál kynt og steinar lagðir ofan á, og þegar viðurinn
var brunninn til kola og steinarnir orðnir sjóðheitir, var kjöt
eða fiskur látinn ofan í gryfjuna og rótað yfir allt saman.
Skiljanlega var um að gera, að rétt hlutfall væri milli glóðar
og steina og kjötsins, sem sjóða skyldi, og hætt við, að slíkt
gæti farið illa úr hendi. Þá var ráð að heita á arinvættina,
sem hér er kölluð Imi, að seyðirinn tækist svo til sem var
ætlazt, hvort heldur sem var vel eða illa. Orðasamstæðan
út yl, inn kyl hefur þótt magnþrungin, og víst hefur hún
verið mikið notuð í særingum öldum saman. Til dæmis kem-
ur hún fram í 500 árum yngri særingu gegn sárasótt. Þar
stendur: „Ud ölen og ind Kjölen. I 3de N.“2) Nafnið ími er
líklega á einhvern hátt leitt af ím, sem merkir sót eða eitt-
hvað sem sezt á. Við getum hugsað okkur, að það hafi verið
þessi klausa, sem Þjazi notaði, þegar hann í arnar líki olli
því, að eigi soðnaði á seyðinum hjá Óðni, Loka og Hæni.
Nú skulum við snúa okkur að annarri ristu, sem sýnir
enn betur, hve lífseig og jafnframt áreiðanleg erfðageymdin
er. Áletrunin er sérstaklega hugtæk vegna þess, hve ung
hún er, eða frá seinni hluta 14. aldar. Hún er á ferstrendu
rúnakefli, en því miður er brotið af öðrum endanum (4.
mynd). Þetta hefur vafalaust verið gert á fyrri tið, áletrun-
in hefur verið „ógilt“ á sama hátt og við gerum, þegar við
rífum sundur pappírsblað, áður en við fleygjum því. Ógern-
ingur er að segja til um, hve mikið vantar á rúnalínurnar,
en telja verður víst, að sá, sem braut keflið, hafi haft nógu
vænan bút í hendi sér til þess að ná sæmilegu taki. Á slík-
um bút hefur getað verið rúm fyrir margar rúnir. Allar þær
rúnir, sem nú sjást, eru skýrar, nema fáeinar við brotsárið,
og letrið því auðlesið. Rúnameistarinn notar að vísu sérkenni-
2) A. Chr. Bang: Norske Hexeformularer og magiske Opskrifter, (1901
—02) nr. 21, sbr. nr. 1229 o. fl.
3