Skírnir - 01.01.1965, Page 37
Skirnir
Rúnavísur frá Björg\rin
35
----] ant mér
sem sjalfri þér.
Beirist rubus rabus o. s. frv.
Þó að þetta séu ekki annað en brot, er þegar í stað ljóst,
að hér er sá texti, að slíkur er ekki á hverju strái. Safarfkt
og magni þrungið mál, bragarháttur og kveðandin yfirleitt
sýna, að þetta er galdr. Slíkir textar tala beint til ímyndun-
araflsins, en þessi er af mörgum ástæðum venju fremur hug-
tækur. Hann bregður upp mynd af þeim blendingi heima-
fenginna norrænna og sunnankominna menningarþátta, sem
við vitum, að verið hefur í Björgvin á síðmiðöldum.3) Okkur
opnast ný sýn inn í þann flókna hugmyndaheim, sem lá að
baki fjölkynngi, seið og sendingu, gandi og galdri. En síðast,
en ekki sízt er textinn mikilsvert nýtt framlag til Eddu-
skýringa.
Fyrst vil ég bregða upp mikilvægustu norrænu hliðar-
textunum:
Allar vgru af skafnar,
þœr er vgru á ristnar,
ok hverfðar viS inn helga mjo8
ok sendar á víSa vega;
þœr ero með gsum,
þœr ero meS alfum,
sumar meS visum vgnum,
sumar hafa mennskir menn.
Þat ero bókrúnar,
þat ero bjargrúnar
ok allar QÍrúnar
ok mætar meginrúnar
hveim er þœr kná úviltar
ok úspiltar
sér at heillum hafa;
njóttu, ef þú namt,
unz rjúfask regin. (Sigrdr. 18—19)
3) F. Ohrt: Gondols ondu; Acta Philologica Scandinavica 1935, bls.
199 o. áfr.