Skírnir - 01.01.1965, Síða 39
Skírnir
Rúnavísur írá Björgvin
37
Þessi náskylda þýzka hliðstæða sýnir greinilega tilganginn
með okkar áletrun, þótt raunar þyrfti naumast slíkra vitna
við. Hliðstæðurnar úr Eddukvæðum eru líka að nokkru leyti
i sömu bókmenntagrein sóttar. 1 Skírnismál eru sótt atriði
úr hinum kynngimagnaða galdri, sem Skírnir gól Gerði til
þess að snúa hug hennar til Freys. Ljóðlínurnar úr Sigur-
drífumálum má einnig hugsa sér, að verið hafi föst töfra-
klausa, t. d. vísurnar 15—19, en hliðstæðan úr Helgakviðu
verður nánast að teljast til þeirrar greinar, sem nefndist níS.
Annars sýnir textinn tengsl við önnur sérmerkileg kvæði,
svo sem Lokasennu, Gróttasöng og Grógaldur.
Hér yrði of umsvifamikið að reyna að gera grein fyrir
efni þessa galdurs og því, sem að haki honum liggur. Leiðin
liggur um heima, þar sem fjöldi hugmynda rennur saman
í bendu: fjölkunnugar konur, valkyrjur, gýgjar, tröll, álfar,
þursar, gandar, töfrasprotar, gandreið á stöfum og úlfum,
varúlfar, úlfablástur og úlfshit, ill augu o. s. frv., o. s. frv.5)
Það er erfitt að rata innan um þessar hugmyndir. Líkast til
hafa þær aldrei myndað neitt rökrétt kerfi, enda munu hin
lausu og tilviljunarkenndu tengsl og óskýru mörk einmitt
eiga sinn þátt í dularblæ þeirra. Þessi viðfangsefni verðum
við að sniðganga hér og líta heldur sem snöggvast á þau
úrlausnarefni, sem skapast á sviði textarýninnar.
Eftir þriðja orði vísunnar er augljóst að leiðrétta orðið
bocvvnar í Sigurdrífumálum. Bótrúnar er svo miklu betri
merkingar, hliðstæða við bjargrúnar og Qlrúnar. Mjög auð-
velt er að skýra, hvernig t kann að hafa verið mislesið sem c,
en um leið minnir þetta á, að sú regla textarýninnar, að
hafa beri heldur lectio difficilior, skyldi notuð með gát. Ekki
er jafneinfalt að skýra muninn „scass valkyria“ — skah val-
kyrriu. Wolfgang Krause hefur andmælt þeirri tilgátu minni,
að skag sé hið upphaflega og mislestur sé í Codex Regius,
S fyir g. Hann heldur því fram, að skass sé hið rétta og hér
sé um að ræða samsetninguna skass-valkyrja. Að hans dómi
6) Sbr. grein Magnúsar Olsens Hild Rolvsdatters vise om Gartge-Rolv
og Harald Hárfagre ásamt tilvitnunum, sem þar eru. MSl og Minne 1942,
bls. 7 o. áfr.